Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1978, Blaðsíða 24

Æskan - 01.02.1978, Blaðsíða 24
'C jné, - jJr JÉi * jÉS ; áé .ít %,á? ’ íVí/ If f f i inu sinni var maður, sem var svo grimmur, að hann vildi ekki gefa spörvunum brauömola. Spörvarnir voru mjög argir. Hitt fólkið í öllum húsunum við götuna gaf spörvunum alltaf brauðmola í frosti, en þessi grimmi maður gerði það aldrei- í einu trénu í garöi vonda mannsins bjuggu sextíu og fjórir spörvar, sem allir vildu fá braut að éta. Dag nokkurn héldu þeir fund á trjágreinunum til að ráðgera, hvað væri best að gera. Spörvarnir áttu einkavin, sem bjó við Hástræti. Hann var skósmiður og gerði við skó fyrir fólk. Og hann kunni fuglamál. Skósmiðir læra það oft, þ^í að þeir verða að halda nöglunum milli tannanna meðan þeir smíða sólann á skóna og þeir læra að blístra milli tannanna þannig, að spörvar skilja þá- Þessi skósmiður talaði fuglamál mjög vel, og honum þótti mjög vænt um spörva. Einn þeirra flaug því að hitta hann og sagði honum frá, að þeif fengju enga brauðmola. ,,Það var slæmt,“ sagði skósmiðurinn. ,,Það gengur ekki.“ Hann hugsaði og hann hugsaði og loks sagði hann: „Mér datt dálítið í hug. Komdu og talaðu við mig eftir viku og taktu alla vini þína með þér.“ „Allt í lagi," sagði spörinn og flaug á braut. Viku seinna kom hann fljúgandi með alla hina spörvana með sér. Þeir flugu inn um gluggann á vinnustofu skósmiðsins og settust á borðið. Skó- smiðurinn gekk að skáp og opnaði hann. „Sjáið þið, hvað ég hef handa ykkur," sagði hann. Þeir litu inn í skápinn og á einni hillunni voru sextíu og fjögur pör af agnarlitlum skóm — mátu- legum handa spörvum. „Farið nú í þá," sagði skósmiöurinn. Spörvarnir voru lengi að því, enda varð skósmiðurinn að reima alla skóna fyrir þá. Spörvar kunna nefnilega ekki að binda hnút. Þegar allir voru komnir í skóna sagði skósmiðurinn: „Nú skuluð þið fljúga á brott og hoppa á þakinu hjá manninum, sem vill ekki gefa yxkur mola." Þeir flugu á brott og hoppuðu á þakinu. Mikið höfðu þeir hátt! Loks þoldi maðurinn þetta ekki lengur og hann fór út í garð. „Viljið þið hafa lægra?" sagði hann. „Hættið að hoppa á þakinu mínu i SKÓNUM!" „Við gerum það, ef þú gefur okkur brauðmola," sögðu spörvarnir. „Þá það,“ sagði maðurinn, og hann fór inn að sækja indæla brauðmolatil að strá á hjarnið. Eftir þetta gerði hann það daglega. k /Á X V/J n 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.