Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1978, Blaðsíða 50

Æskan - 01.02.1978, Blaðsíða 50
frímerki Nú í ár, 1978, eru liðin 128 ár frá útgáfu fyrsta frímerkis heimsins. Fram að aldamótunum 1900 voru svokölluð minningarfrímerki ekki mörg gefin út. Núna úir og grúir af þeim í öllum löndum heims. Allskonar afmæli manna, viðburða og mann- virkja eru algeng á frímerkjum nú- tímans. Eitt af táknrænustu minningarmerkjunum, sem út hafa komið er e. t. v. þetta ameríska frí- merki, sem meðfylgjandi mynd sýnir. Það er gefið út í USA árið 1950, en þá voru liðin 50 ár frá járnbrautarslysinu mikla í Memphis í Tennessee alda- mótaárið. f miðju frímerkisins er mynd af eimreiðarstjóranum Casey Jones. Hann beið bana í fyrrnefndu járn- brautarslysi árið 1900. Samstarfs- menn hans ortu um hann erfiljóð og lögðu saman skáldskapargáfu sína bæði hvítir og svartir félagar hans, þar komst ekkert kynþáttavandamál að. Kvæði þetta er enn til og segir í því frá dauða Casey Jones eimreiðar- stjóra á járnbrautarlest þeirri, er gekk undir nafninu „Fallbyssukúlan", enda var hér um hraðlest að ræða. 29. apríl árið 1900 var þessi lest orðin á eftir áætlun. Casey Jones settist í eimreiðarstjórasætið, hvass á brún og hugðist vinna upp seinkun lestar- innar með auknum hraða. Norðan við Memphis í Tennessee var lestin kom- in á fulla ferð. Stór sveigur er þarna á járnbrautinni og það hvein og söng í teinunum. Hraðinn var mikill. Skyndi- lega og óvænt birtist flutningalest framundan á sama spori. Einhverra hluta vegna hafði þeirri lest láðst að aka inn á hliðarspor og árekstur var óumflýjanlegur. Með aðra hönd á hemlinum og hina á gufuflautunni skipaði Jones kyndurunum að stökkva af lestinni. Sjálfur sat hann kyrr í fremsta sæti í fremsta vagni og horfði á dauðann í líki flutninga- lestarinnar nálgast hratt og óum- flýjanlega. Eftir slysið þegar leitað var í braki lestanna fannst lík Jones. Hægri hönd hans var þá enn kreppt um hemilinn. Hetjudauði Casey Jones eim- reiðarstjóra hefur lifað í þessum erfi- Ijóðum og minningum járnbrautar- starfsmanna í Ameríku og jafnvel víðar. Það var því eðlilegt, að póst- stjórn USA valdi mynd hans til að skipa heiðurssess á þessu minningarfrímerki. Til hliðar við mynd hans sést öðrum megin gömul járn- brautarlest frá aldamótum, en hinum megin ný dísilvélar-eimreið nú- tíðarinnar. Til gamans má að lokum geta þess að hið rétta nafn hetjunnar var alls ekki Casey. Hann hét réttu nafni John Luther Jones. ,,Casey“ var gælunafn sem félagar Jones höfðu gefið honum eftir fæðingarbæ hans Cayce í Kentucky. — Þetta minningarfrímerki kom út eins og áður er sagt 1950. Verðgildið er 3 cent. Efst á merkinu stendur: „Heiður sé eimreiðarstjórum Ameríku." Um upplag frímerkisins er ekki vitað. SÍÐASTA FERÐ JONES EIMREIÐARSTJÓRA stigafjölda. Þá verður fyrst um sinn, og meðan talin er þörf á, heimilt að leyfa þeim sem eru 25 ára og eldri, og unnið hafa a.m.k. 5 ár við fiskvinnslu, að stunda nám við Fiskvinnsluskólann og útskrifast þaðan sem fisk- iðnaðarmenn án þess að stunda nám í frumgreinum. Almenn inntökuskilyrði í skólann eru þó þau, sem menntamálaráðherra setur um inntöku nemenda í framhaldsskóla að loknu námi í grunnskóla. Við Fiskvinnsluskólann hafa alls 108 nemendur lokið prófi eða eru enn við nám. Er skólinn til húsa í leiguhús- næði í Hafnarfirði og fer bókleg kennsla fram að Trönu- hrauni 8 en verkleg kennsla í kennslufrystihúsi skólans í húsi Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Að sögn forráða- manna skólans ákvarðar það húsnæði stærð skólans. Einn aðalkost hins nýja kennslufyrirkomulags Fisk- vinnsluskólans sagði Sigurður B. Haraldsson vera þann, að tekið hefði verið upp samstarf við Flensborgarskól- ann í þeirri mynd, að þeir nemendur sem ætla að leggja fiskiönnám eða fisktæknanám fyrir sig, geti numið hinar almennustu námsgreinar, sem Fiskvinnsluskólinn krefst, í Flensborgarskólanum. Sagðist Sigurður vonast til að slíkt samstarf tækist við fleiri skóla. Um hinn nýja náms- vísi sagði Siguröur að lokum, að það væri sín von að hin nýja námstilhögun yrði ekki aðeins aðgengilegri fyrir væntanlega nemendur Fiskvinnsluskólans, heldur yrði nám þeirra einnig hagfelldara íslenskum fiskiðnaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.