Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1978, Blaðsíða 18

Æskan - 01.02.1978, Blaðsíða 18
Einu sinni' hittust tveir kunningjar, við getum kallað þá Hörð og Viðar. Hörður sagði rogginn við Viðar: — Ég skal sanna það að einn köttur hefur tíu rófur, og þú skalt fallast á að það er rétt. Þetta fannst Viðari hrein og bein móðgun við sig, og hann sagðist aldrei samþykkja svona vitleysu. — Svaraðu mér tveimur spurningum og svo skulum við sjá hvað setur, sagði Hörður öruggur um sjálfan sig. — Enginn köttur hefur níu rófur, er það ekki rétt? — Jú, sagöi Viðar. — Og einn köttur hefur einni rófu fleira en enginn köttur. Er það ekki rétt? — Jú. — Jæja, nú ertu búinn að samþykkja að enginn köttur hefur níu rófur og einn köttur hefur einni rófu fleira en enginn köttur, svo að þá hlýtur einn köttur að hafa tíu rófur. kndspænis stóra skrauthýsinu hans Mikjáls var lítið, fallegt hús, sem fátæklingurinn hann Anton átti. Það voru margir þjónar hjá ríka mánninum. Þar ríkti glaumur og gleði og einatt heyrðist þaðan hávært tal og hlátrasköll, þó að reiðióp heyrðust þaðan líka. Mikjáll reifst gjarnan við alla þá, sem ekki hlýddu boðum hans og bönnum. Það heyrðist aldrei neitt skvaldur frá húsi Antons. Hann bjó þar í friði og spekt með gömlu móður sinni og ungu konunni; þeim þótti vænt hverju um annað og þaðan heyrðist aðeins vinalegt tal og raul. Einu sinni í vetrarhörkunni datt Anton og fótbrotnaði, og það var hú slæmt, því að nú gat hann ekki unnið lengur. Annars var hann málari og svo listfengur, að hann var eftirsóttur, en nú komst hann ekki út. ,,Hafðu engar áhyggjur, Anton,'1 sagði konan hans. „Þetta gengur allt! Ég get unnið þangað til þér batnar." Hún gerði það líka, og Anton fékk blöð og liti upp í rúm, til þess að honum leiddist ekki alltof mikið, og hann málaði indælustu myndir, sem hægt er að hugsa sér. Því miður veiktist konan hans líka, og nú höfðu þau ekkert að borða, svo að móðir Antons fór til ríka Mikjáls og bað hann um aðstoð. ,,Ég vil borga hundrað dali fyrir kofann þinn, því að mig langar til að stækka garðinn minn!" sagði hann. „Hvar eigum við þá að búa?" spurði gamla konan hrygg. „Það er ykkar mál," svaraði hann. „Annað hvort tekurðu tilboðinu eða ekki!" Hún ræddi þetta við Anton og þau ákváðu að biðja Mikjál um fimmtíu dala lán, sem Anton greiddi innan árs, ella fengi Mikjáll húsið. Mikjáll hló með sjálfum sér og hugsaði: 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.