Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1978, Qupperneq 18

Æskan - 01.02.1978, Qupperneq 18
Einu sinni' hittust tveir kunningjar, við getum kallað þá Hörð og Viðar. Hörður sagði rogginn við Viðar: — Ég skal sanna það að einn köttur hefur tíu rófur, og þú skalt fallast á að það er rétt. Þetta fannst Viðari hrein og bein móðgun við sig, og hann sagðist aldrei samþykkja svona vitleysu. — Svaraðu mér tveimur spurningum og svo skulum við sjá hvað setur, sagði Hörður öruggur um sjálfan sig. — Enginn köttur hefur níu rófur, er það ekki rétt? — Jú, sagöi Viðar. — Og einn köttur hefur einni rófu fleira en enginn köttur. Er það ekki rétt? — Jú. — Jæja, nú ertu búinn að samþykkja að enginn köttur hefur níu rófur og einn köttur hefur einni rófu fleira en enginn köttur, svo að þá hlýtur einn köttur að hafa tíu rófur. kndspænis stóra skrauthýsinu hans Mikjáls var lítið, fallegt hús, sem fátæklingurinn hann Anton átti. Það voru margir þjónar hjá ríka mánninum. Þar ríkti glaumur og gleði og einatt heyrðist þaðan hávært tal og hlátrasköll, þó að reiðióp heyrðust þaðan líka. Mikjáll reifst gjarnan við alla þá, sem ekki hlýddu boðum hans og bönnum. Það heyrðist aldrei neitt skvaldur frá húsi Antons. Hann bjó þar í friði og spekt með gömlu móður sinni og ungu konunni; þeim þótti vænt hverju um annað og þaðan heyrðist aðeins vinalegt tal og raul. Einu sinni í vetrarhörkunni datt Anton og fótbrotnaði, og það var hú slæmt, því að nú gat hann ekki unnið lengur. Annars var hann málari og svo listfengur, að hann var eftirsóttur, en nú komst hann ekki út. ,,Hafðu engar áhyggjur, Anton,'1 sagði konan hans. „Þetta gengur allt! Ég get unnið þangað til þér batnar." Hún gerði það líka, og Anton fékk blöð og liti upp í rúm, til þess að honum leiddist ekki alltof mikið, og hann málaði indælustu myndir, sem hægt er að hugsa sér. Því miður veiktist konan hans líka, og nú höfðu þau ekkert að borða, svo að móðir Antons fór til ríka Mikjáls og bað hann um aðstoð. ,,Ég vil borga hundrað dali fyrir kofann þinn, því að mig langar til að stækka garðinn minn!" sagði hann. „Hvar eigum við þá að búa?" spurði gamla konan hrygg. „Það er ykkar mál," svaraði hann. „Annað hvort tekurðu tilboðinu eða ekki!" Hún ræddi þetta við Anton og þau ákváðu að biðja Mikjál um fimmtíu dala lán, sem Anton greiddi innan árs, ella fengi Mikjáll húsið. Mikjáll hló með sjálfum sér og hugsaði: 16

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.