Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1918, Side 33

Skírnir - 01.12.1918, Side 33
Sklrnir] firasmns frá Eotterdam 308 sem hann ekki þekti og féll ekki í geð að öllu leyti, og þess málefnis, sem hann var ekki nema að nokkru leyti samþykkur. Hitt má miklu fremur undrast, hve vel liann tók málaleitun Lúthers þrátt fyrir alt. Það hefðu alls eigi allir gert í hans sporum, eins og aldarandinn var, og hættan bráð, að leggja þeitn liðsyrði, sem voru i mis- sætti við kirkjuna.. Það skorti heldur ekki nægar ásak- anir í hans garð og getsakir, að bann væri í raun réttri potturinn og pannan í öllu þessu, og áskoranir frá vinum hans um það, að hreinsa sig opinberlega af öllu samneyti við Lúther. Það mundu því margir hafa fórnað Lúther og þvegið hendur sinar. En það gerði. Erasmus ekki. Hann talaði djarflega máli Lúthers og siðbótarinnar við hvert tækifæri, þótt hann af eðlilegum ástæðum vildi ekki ganga beinlírtis undir sama merki og Lúther. Hann ritar t. d. Friðrik kjörfursta hinum vitra: »Lúther hefir drýgt tvær syndir, sem ekki verða fyrirgefnar: Hann meiddi kórónu páfans og magann í munkunum. En þrátt fyrir það á slikt ekki að eiga sér stað, að þýzkur þegn sé framseldur án þess að sakir séu sannaðar á hann«. Eggjar hann svo kjörfurstann, að standa með Lúther og láta ekki sakfella. hann án dóms og laga. Landsstjóranum hollenska ritar hann: »Ekki get eg skilið, hví páfinn sendir í þessum er- indum menn, sem eru jafn ósvífnir og þekkingarsnauðir. Cajetanus kardínáli er ekkert nema hrokinn og rembing- urinn; Miltitz er engu betri, og Aleander er fífl.« Það var ekki liættulaust fyrir Erasmus, með allra augu starandi á sig, að taka þannig svari þess manns, sem páfinn hafði hótað bannfæringu. Og þó er það enn djarflegra, sem hann segir úm sjálfan páfastólinn og kirkjustjórnina: »Liklega fara þeir nú að reyna að byrla Lúther eit- ur, eins og sumum af málsvörum hans í París. Ef til vill er í erindisbréfi legátanna klausa, eitthvað á þessa leið: »Ef*ekki er hægt að losna við óvini hins heilaga

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.