Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 52

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 52
374 Upton Sinclair. IÐUNN loga, brenna þá og drekkja þeim án dóms og lagaf sem heita má árleg blessun hér í landi. En þeir hafa til þessa dags ætíð hopað undan, nöldrandi og bölvandi, fyrir eldi þeim, sem lýsir af'hinni innblásnu mannvinar- ásjónu Upton Sinclairs, — mér er ekki kunnugt um, að þeir hafi nema einu sinni vogað að stinga honum inn í dýflissur sínar, en það var í ógáti verkfallinu í San Pedro 1919, og honum var hleypt út aftur óðar en vitnaðist hver hann var. Samt skrifaði hann svo, þegar Boston fór að kveinka sér undan áburði hans á hendur Fuller ríkisstjóra og Thayer dómara út af Sacco-Van- zetti-morðinu: »Komið þið ef þið þorið. Eg mana ykkur«. En þeir þorðu ekki. Það var ekki að eins búið að drepa hina ítölsku mannvini í rafmagnsstólnum, heldur einnig dæma nöfn þeirra til eilífrar þagnar: búið að gera þau að tabú í blöðunum og, samkvæmt fyrirskipun frá hinum almáttugu kvikmyndabarónum, búið að brenna á báli hverja einustu myndaræmu, sem til'var frá hin- um æðisgengnu dögum baráttunnar um líf ítalanna. Alt hafði verið gert til að þurka þetta^ herfilega morð út úr tilverunni. Svo pótentátarnir í Massachusetts þorðu ekki að hreyfa litlafingurinn gegn Sinclair út af »Boston«, — hefðu þeir gert það, mundi álfan hafa staðið í ljósum loga út af Sacco og Vanzetti á nýan Ieik. Upton Sinclair hefir tekið undir rannsókn eitt tækið af öðru af þeim, sem verzlunarvaldið notar til að blekkja lýðinn til undirgefni við kúnstir sínar. The Goose Step og The Goslings eru rannsóknir’ hans á skollaförum þess í æsku-uppfræðslu í Bandaríkjunum, Profits of Religion er um trúarbrögðin, sem rekin hafa verið ýmist sem bein fjárgróðafyrirtæki eða blekkingarmeðul í hönd- um auðvaldsins, bæði að fornu^og nýu, í Brass Checque kryfur hann blaðamenskuna til mergjar og sýnir fram á.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.