Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Síða 53

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Síða 53
IÐUNN Upton Sinclair. 375 hvemig stórblöðin í Ameríku eru rekin af auðvaldinu í því einu augnamiði að heimska lýðinn og blekkja, í Money writes sýnir hann fram á, hvernig rithöfundar Bandaríkjanna liggi handflatir fyrir auðvaldinu, 0/7 fjallar um svindilbrask olíu-félaganna, Boston um réttarfar auð- valdsins eins og það birtist í fyllingu dýrðar sinnar í morðinu á Sacco og Vanzetti, sem er að öðru leyti einn hinn ógeðslegasti glæpur, sem sögur fara af, miklu and- styggilegri en t. d. sagan af morði Krists og Sókratesar. Aðaltilgangur Boston er, sem sagt, að gera lýðum ljóst, að ábyrgðina á þessu hroðalega hermdarverki beri eink- um þrír einstaklingar: mannhrak nokkurt í dómarasæti, Webster Thayer að nafni, Fuller ríkisstjóri og bílakaup- maður í Massachusetts, ásamt Lowell verksmiðjueiganda og rektor Harvard háskóla. Þótt hann kunni öll meistarabrögð listræns stíls eins og fyr segir, þá hefir hann ekki valið þann kost »að spila á fiðluna meðan Rómaborg var að brenna«, en notað ritsnild sína einvörðungu í þágu þeirra hugsjóna, sem varða heill og viðreisn hins hvíta mannkyns í fram- tíðinni. Bækur hans eru ófrjór akur fyrir andlausa grúsk- ara, sem leggja stund á listrænt þvaður og lesa bækur til þess að geta dregið af þeim hótfyndnar fagurfræðis- ályktanir, — þvert á móti gerir hann slík félagshyggju- laus (asocial) auðvaldsþý ringluð í höfðinu (sbr. höfuð- dýrkara ameríska hundraðprócentismans meðal Islend- inga í Vesturheimi, Ríkarð Beck í Lögbergi s. 1. vor), því hann talar við þá um skilyrðin fyrir velferð mann- kynsins, — hlut, sem þeir höfðu aldrei heyrt að væri til. Þeir finna hvergi í glósum sínum neitt viðeigandi nafn yfir ritsmíðar hans, og komast helzt að þeirri niðurstöðu, að maður, sem lætur sig varða mannlega velferð, geti varla verið mikill listamaður, — þora samt ekki að halda
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.