Kirkjuritið - 01.10.1935, Page 12

Kirkjuritið - 01.10.1935, Page 12
340 Friðrik J. Rafnar: KirkjuritiÖ. valdið og áhrifin yfir sálum barnanna þeirra. Nú er mentunin sótt út fyrir heimilin, og fjöldi foreldra, sem ekkert fylg'ist með námi harna sinna. Nú er útvarpið og kvikmyndir í kanpstöðnnum sterkt afl, sem dregnr lniga nngdómsins til sín, og er vissulega hvort á sínu sviði ómetánlegt menningartæki, ef rétt er notað. En hvernig er það notað? Ég liefi gerl mér nokkurt far um að kynn- ast því. Margir uppeldisfræðingar telja kvikmyndina eitt af lielzlu menningarmeðulum þeirrar kynslóðar, senr nú lifir og er að alast upp. En þvi miður verður það ekki sagt, að það sé skilyrðislaust og vafalaust, eins og reynsl- an er orðin liér. Fjöldi harna sækir myndirnar og er lileypt þangað gagnrýnilaust og fylgdarlaust af hálfu foreldranna, og þó að ekki verði sagt, að myndir þær, sem leyfðar eru börnum, séu beinlínis siðspillandi eða hættulegar til illrar eftirbreytni, þá eru þó margar þeirra þannig, að — vægast talað — liafa börn ekkert gott af að sjá þær. Og sérstaklega vil ég vita það hugsunarleysi for- eldra, að hleypa börnum sínum kvöld eftir kvöld i kvik- myndahús, án þess að nokkur nákominn fylgi þeim. Gatan og kvöldlífið i bæjunum er alt annað en liolt fyrir eftirlitslaus börn innan fermingaraldurs. Um útvarpið má i flestum efnum segja liið sama. Rétt notað er það eitt hið mesta menningartæki og heimilisgleðigjafi, sem mannkynið liefir átt kost á. En hvernig er það notað, og lil hvaða áhrifa á hörnin á heimiliunum? Við skulum aðeins líta á eitl atriði. Á hverjum helgidegi er útvarpað guðsþjónustu frá Reykja- vík. Margir afsaka það, að þeir sæki nú ekki kirkju sína, af því að þeir Iilýði á útvarpsmessur. Um það .er ekkert að segja, nema gott eitt, og væri vonandi, að sem flestir notfærðu sér útvarpsmessurnar sem bezt, án þess þó að afrækja að öllu heimakirkjur sínar. En hvað ætli að þau séu mörg heimilin hér í bænum, sem hlýða á útvarpsmessur, eins og verið væri við guðsþjón-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.