Kirkjuritið - 01.10.1935, Síða 18

Kirkjuritið - 01.10.1935, Síða 18
Þorsteinn Briem: KirkjurititS. 346 Leit hann svo á, að þessar tilraunir til að fækka sveita- prestum væru m. a. mjög svo ómakleg tilraun til þess að svifta bygðirnir þeim mentamönnum, sem þær hefðu haft hingað til. Og lét hann oft svo um mælt, að þó eigi væri á neitt annað lilið, en aðeins menningarmál sveit- anna, þá yrði hann sem sveitavinur að vera öllum slíkum tillögum fullkomlega andvígur. Svo sem gefur að skilja gat séra Tryggvi ekki, eftir að hann var orðinn ráðherra, gefið sig verulega að innri mál- um kirkjunnar. Þó fylgdist liann með liverri andlegri hreyfingu innan hennar og gaf þar ofl holl ráð. Og vegna síns mikla kunnugleika á líi'i, högum og hugsunarhætti alþjóðar, sá hann oft fyrir, livað mundi lifshæft til fram- búðar og hvað ekki. Annar maður hefir lýsl þvi vel, hvernig öll framkoma séra Tryggva bar þess skýran vott, svo í prestskap hans sem annarsstaðar, að hann vildi vera traustvinur fólks- ins. Það var prestshugsjón lians að vera traustvinur sókn- arbarnanna og ráðunautur hæði í andlegum efnum og veraldlegum. Ætla ég, að lnmn hafi þar ekki viljað svo fullkominn mun á gera, heldur litið svo á, að öll þau mál- efni, sem miðuðu að heill fólksins, væru í rauninni and- leg mál, ef grafið væri til rótar. Við þetta miðaði hann og einkum dóma sína um prest- ana, að þeir „lifðu með fólkinu“, eins og hann orðaði það. Oft fara dómar stjórnmálamannanna um presta sein aðra menn eftir „pólitískum lit“. Engum stjórnmálamanni gat verið slíkt fjær, en séra Tryggva. Hann dæmdi hvern prest ekki fyrst og fremst eftir ræðusnild, eða messuskýrslum, heldur leit hann jafnan fyr á hitt, hvort presturinn væri vinur fólksins, sem liann starfaði hjá, hvort það gæti átt traust sitt þar sem hann væri og hann væri ósérhlífinn og starffús í þágu þess. Með þeim huga hafði hann sjálfur gengið ungur að prestsstörfum. Og þessi prestshugsjón mótaði og störf lians, að öðrum almenningsmálum.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.