Kirkjuritið - 01.10.1935, Síða 30

Kirkjuritið - 01.10.1935, Síða 30
358 Aðalfundur Prestafélags íslands. K'irkjuritiS. verði gjört sem fé og mannvit megnar, til að ráða fram úr þvi böli. — Eitt mætli ekki gleymast, og það væri, að fá unga fólkið með í þessum kirkjulegu samtökum, svo að áhugamál æskunnar og vandamál verði ekki útundan og kirkjan fái að njóta starfs- krafta hennar og áhuga. Um starfsmenn kirkjiuinar tók frummælandi það fram, að þeim þyrfti að fjölga á komandi árum og þeir verða' öflugri og afkastameiri. Sérstaklega lagði hann áherzlu á, að útrýma þyrfti þeim skaðlega hugsunarhætti, sem enn ríkti sumstaðar, að hið kirkjulega starf ætti að hvíla á herðum prestanna einna. Vitn- aði hann í ummæli prófessors Hichard Becks, í ræðu, er hann fhitti 20. júní ]). á. á hálfrar aldar afmælismóti Kirkjufélags- ins i Vesturheimi, um leikmenn og kirkjulegt starf. Þar heldlir dr. Beck því fram, að sjaldan, ef nokkru sinni, hafi kristinni kirkju verið þess meiri þörf en einmitt nú, að lærðir menn sem leikir innan hennar stæðu sem fastast saman um merki hennar, og bæru það djarflega, hátt og hreint, fram móti nýjum degi. Og lil leikmanna talar hann alvarlegum hvatningarorðum og segir meðál annars: „Lítilmannlegt er það, og óvænlegt til andlegrar þrosk- unar, að vera innan kirkjunnar einungis þiggjandi, en alls eigi veitandi“. — Þetta taldi frummælandi að væri mesta éhyggjuefni kirkju vorrar, hve starfsmenn úr leikmannastétt væru enn fáir, þrátt fyrir ágætl starf og fórnfýsi allmargra áhugamanna. Jafnframl lagði hann áherzlu á það, hve sam- vinna og áliugi almennings magnar lil mikilla áhrifa, gjörir menn máttkari, einbeittari, öflugri, eins og hinsvegar deyfð og áhugaleysi almennings dregur úr hverjum starfsmanni inátt. Hver sá maður, er starfar fyrir einhverja hugsjón, getur orðið margra manna maki með því að njóta samúðar og aðstoðar og á þann hátt magnast af áhuga fjöldans. Þetta lífslögmál gildir ckki sízl fyrir þá, er fórna vilja kröftum og fé í þjónustu Krists. Tvö erindi voru haldin fyrir almenning fund- ardagana, bæði í „Zion“ fyrir fullskipuðu húsi áheyrenda. Annað þeirra flutti séra Benjamín Kristjánsson á sunnudagskvöldið um gnðshugmynd mítímans, en hitt flutti Sigurður P. Sívertsen á mánudagskvöldið um nokk- ur einkenni ensks kirkjulifs. Opinber erindi. Fundarsókn prestanna og fundarhöld. ,.Zion“. Hófust á sama hátt. Fundinn sóttu 36 prestvígðir menn, flestir af Norðurlandi, 20 alls, 8 af Suðurlandi, 6 af Vesturlandi, en af Austurlandi 2. Fundar- höldin fóru fram í hinu ágæta fundarhúsi þau hvern dag með guðræknisstund og enduðu

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.