Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Síða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Síða 23
N. Kv. ÍSLENZKIR ÆTTSTUÐLAR 77 6. október 1487, í Múla á Skálmamesi, staðfestir Gísli hluta af gerningi þessum að viðstöddum síra Lofti bróður sínum og Magnúsi biskupi.08) í yfirlýsingu Filippusar Sigurðssonar, föður Lofts, sem dagsett er í Haga 22. ágúst 1489, um gjöf 'hans til Dýr- finnu Gísladóttur sonardóttur sinnar, segir, að síra Loftur Filippusson hafi samþykkt þá gjöf.69) Síra Loftur er dómsmaður á presta- stefnu í Skálholti 28. júní 1492.7°) 15. febrúar 1495 er hann í Haga á gifting- ardegi Þórdísar bróðurdóttur sinnar og Ara Andréssonar.7 x) , 17. september 1495 er í Sauðlauksdal í Patreksfirði skráður dómur kvaddur af Stef- áni biskupi um toll kirkjunnar í Selárdal. Fyrir dóminn kornu máldagar um það, að kirkjan í Selárdal ætti tíunda hvern fisk sí- valan, sem á land kæmi í Kópavík og niðri við fjöru. Sira Loftur Filippusson kom fram fyrir dóminn og kærði fyrir biskupi, að hon- um þætti kirkjan vera vanhaldin af þeim, sem íóið höfðu í fyrrsögðum verum, um toll af hákörlum þeim, sem á land kæmi. Þá kom þar frarn Jón Jónsson, e. t. v. Jón íslending- ur, bóndi í Sauðlauksdal, og dómlagði við síra Loft, sem þá hélt staðinn og kirkjuha í Selái'dal, með fullu handabandi um nefndan hákarlstoll. Kirkjunni var dæmdur tíundi hlutur úr hverjum hákarli, er 10 væri í land komnir í Kópavík og niðri við fjöru, „líka jafnt af góðu og léttu“. Dómsmönnum leizt ekki skaðalaust fyrir kirkjuna að taka ekki sinn hlut fyrr en að messudögum ,,eður upp þaðan, þá er fátt eður ekki mætti af nýt- ast.“72) Síra Loftur var staddur í Laugardal í Tálknafirði í september 1505, þegar Stefán biskup heimilaði Jóni bónda í Sauðlauksdal Jónssyni að auka bænhúsið í Sauðlauksdal 68) D. I. VI, bls. 607. T9) D. I. VI, bls. 678. 70) D. I. VII, bls. 123. 71) D. I. VII, bls. 250. 72) D. I. VII, bls. 278-279. svo að kirkja yrði.73) 15. s. m. er hann gern- ingsvottur í Saurbæ á Rauðasandi.74) Síra Loftur hefur væntanlega dáið árið 1514, með því að 13. september þess árs lýsir Stefán biskup Jónsson yfir því í Selárdal, að eftir fráfall síra Lofts Filippussonar hafi Eyj- ólfur mókollur bóndi Gíslason komið fyrir sig og beðið um veitingu á staðnum lianda Magnúsi syni sínum, sem væri við nám á Helgafelli.75) Ekkert er kunnugt um börn síra Lofts, og er líklegast að hann hafi verið niðjalaus, Hans er ekki getið í íslenzkum æviskrám, sem þó hefði átt að vera. xb. Gísli Filipþusson. Hans er fyrst getið 7. febrúar 1460 á Hóli í Bíldudal er liann gekk að eiga Ingibjörgu dóttur Eyjólfs mókolls bónda þar Magnús- sonar og k-. h. Helgu Þórðardóttur.7 °) Ingi- björg var systir Magnúsar, er varð biskup í Skálholti, og líklega bróðurdóttir Ögmund- ar Eyjólfssonar, sem virðist hafa verið móð- urfaðir Ögmundar biskups Pálssonar. Gísli hefur að líkindum verið nálægt 25 ára um þetta leyti, fæddur um 1435. For- eldrar hans gáfu honum til kaups og kvon- armundar liálfa jörðina Haga á Barðaströnd fyrir lx hundraða og þar með xx kúgildi. Ingibjörg fékk hjá foreldrum sínum xx hundruð upp í jarðirnar Eyri og Hól í Bíldudal, og Magnús djákni, síðar biskup, gaf henni xx hundruð upp í sömu jarðir, sem foreldrar lians höfðu gefið honum. Ingibjörg var kjörin helmingakona í garð Gísla að fengnu og ófengnu fé, föstu og lausu.77) Gísli virðist á næstu árum liaf’a verið handgenginn Þorleifi Björnssyni. Hans get- ur í Hruna í Hrunamannahreppi 7. júlí 1462, er Þorleifur afhenti þann stað Andrési 73) D. I. VII, bls. 796. 74) D. I. VII, bls. 799. 75) D. I. VIII, bls. 516. 76) D. I. V, bls. 205-206. 77) D. I. V, bls. 205-20S.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.