Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Qupperneq 33

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Qupperneq 33
N. Kv. ANDRÉSÁ BREKKU 87 að taka allt í land. Var þá útilegan ekki nema sólarhringur eða svo. Þegar á leið vorið mátti skera niður, og var þá legið úti allt að viku, til að fylla skipin, en þau tóku allt að 50 tunnum. Lýsi var brætt úr lifr- inni og var það ein aðalverzlunarvaran á- sarnt verkuðum hákarli. Þá var lítill mark- aður fyrir kindakjöt og bústofn var fremur lítill. Þá var fært frá á hverju heimili. Andrés réðst vinnumaður að Hrófbergi, þegar móðir hans fluttist þangað, og hafði í árslaun 6 vættir eða 72 krónur. Hann var þar í sjö ár og var kaupið 100 krónur síðasta árið. Veturinn 1893, eftir nýjár, var Guðrún Halldórsdóttir frá Grónesi í Gufudalssveit í Barðastrandarsýslu barnakennari að Hróf- bergi. Felldu þau Andrés hugi saman og trúlofuðust. Guðrún var fædd í Gautsdal í Geiradalshreppi 29. júní 1869. Foreldrar hennar voru Halldór Bjarnason pr. í Garps- dal, Eggertssonar pr. síðast í Stafholti, Bjarnasonar landlæknis Pálssonar, og Rann- veig Þorsteinsdóttir prests í Gufudal (Thor- steinsonsætt). Foreldrar Guðrúnar fluttust að Grónesi þegar hún var tveggja ára og bjuggu þar sex eða sjö ár, fluttu þá að Gufudal. Þá var þar prestur Oddur Hallbjamarson, faðir Benja- míns Oddssonar, sem lengi var í Reykhóla- sveit, o£ Hallbjarnar á Akranesi. Hjónin voru fjögur ár í Gufudal, en fluttust síðan að Grónesi og svo að Barmi við Djúpafjörð og loks aftur að Grónesi. Guðrún hafði verið til náms í Gufudal hjá síra Guðmundi Guðmundssyni og hún hafði líka lært ljósmóðurfræði. Hún var sönghneigð og var lengi forsöngvari í Gufudalskirkju. Systkini Guðrúnar dóu í bernsku. Vorið 1894 fluttist Andrés að Grónesi og giftust þau Guðrún um haustið. Síðan bjuggu þau að Grónesi til 1904, í sambúð við foreldra Guðriinar eða tvíbýli seinni árin. Grónes er lítil jörð, 12 lindr. að fornu rnati. Áhöfn var um 2 kýr, 70 fjár og 3—4 hross. Varð þá að fá lánaðar slægjur á Brekku, til að geta framfleytt þessum bú- stofni. Er Andrés kom að Grónesi, áttu tengdaföreldrar hans þriðjung jarðarinnar, en síðan keyptu þau, ásamt Andrési og Guð- rúnu, alla jörðina. Meðán Andrés var á Grónesi, reri liann eitt vor í Bolungavík, hjá Árna Gíslasyni fiskimatsmanni. Vorið 1904 losnaði Brekka úr ábúð og bauð síra Guðmundur í Gufudal þeim Andrési og Guðrúnu þá jörðina til ábúðar. Tóku þau því boði og fluttust þangað um vorið. Halldór faðir Guðrúnar fluttist þangað með þeim, en kona hans hafði and- azt á Grónesi. Eftir að þau Andrés og Guðrún fluttust að Brekku, höfðu þau Grónes með, en jrar var húsfólk fyrstu árin, og fékk Jrað lánaða nokkra grasnyt. Á Grónesi eru nokkur hlunnindi af æðarvarpi, og réð það mestu um, að Andrés vildi halda afnotum jarðar- innar. Á Brekku voru húsakynni mjög léleg, og vildi enginn fara með Andrési þangað nema hann byggði jxu- upp áður. Byggði hann þá núverandi bæ á nýjum stað. Gamli bærinn stóð nokkru utar á vellinum, þar sem smiðjukofi stendur síðan. Þau hjón keyptu jörðina 1909. Brekka er falleg jörð og búsældarleg, innst við austanverðan Gufufjörð. Þar er ágætt land til ræktunar og beitiland mikið og gott. Landið er víða vaxið fjalldrapa, víði og birki, og er þar sumarfagurt. Andrés tók þar við litlu og þýfðu túni og lélegum byggingum, en þetta breyttist allt til bóta, eftir að hann settist þar að. Hann byggði upp hvert hús á jörðinni af miklum myndarbrag á þeirrar tíðar hátt, sléttaði túnið og stækkaði það og gerði Brekku að fyrirmyndarbýli, en engan þarf að furða, þótt hús þau, sem liann reisti í byrjun ald- arinnar, þyki ekki fullnægja kröfum nú- tímans. Ásarnt búskaparönnum hlóðust fljótt á Andrés opinber störf. Hann var formaður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.