Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Side 55

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Side 55
N. Kv. DALURINN OG ÞORPIÐ 109 tæki. Hún hafði ekka og stundi þessu upp, en grúfði sig annars ofan í klútinn sínn. Dóri frá Þúfnavöllum var farinn að blístra. Kennarinn var aftur búinn að ná sínu rólega, virðulega yfirbragði, stóð ekki leng- ur eins og vasaþjófur, sem er gripinn mitt í verknaði sínum. Hann tók saman blöð og punktaði eitthvað niður. Það heyrðist skrjáf í bréfi og létt fótatak, einhver opn- aði hurðina og fór út. Sigga grét enn í vasaklútinn sinn. Drengurinn stefndi til fjalls. Hann hugsaði ekkert um hvert ferðinni væri heitið. Hann vildi hlaupa, mæðast. Þreyta kapp við ofureflið. Hann var trylltur af geðshræringu. Hið bratta fjall, með tætt- um hamrabeltum og óhreinum fönnum gnæfði ögrandi yfir honum, stormurinn þaut í úfnu hári hans, regnið lamdi hann í framan. Hann rann til á sleipri jörðunni og skórnir hans fylltust af krapavatni. Loksins kastaði hann sér niður yfirunninn, mæðin tók fyrir vit ihonum. Hann velti sér á jörðunni eins og hamstola dýr, tætti upp hvíta sinuna, blautt slýkennt grasið, klór- aði upp grasrótina með nöglunum. Hann vissi ekki hvað hann gerði. Smám saman lasgði og birti til í hua hans. Hvaða þátt áttu þessi vesælu strá í ósigri hans. Engan, alls engan. Þau voru ekki einu sinni lífi gædd. Þau fundu ekki til, þó hann tætti þau upp. Allt í kringum hann voru stein- ar, gráir steinar. Þeir skildu ekki þjáning- ar hans, blautir í rigningunni, kaldir. Hon- um féllust hendur. Þannig lá hann lengi. Þá reis hann upp, kaldur og þrekaður °g sá út til hafsins, sá livíta rjúkandi öldu- falda, græna löðurkamba og roðið ský leugst í norðri. Öldurnar féllu til norð- austurs, að nakinni strönd. Smám saman ^kolaði öldum skapsins, öldum hans eigin llugar upp að sviplíkri strönd. Einhvers staðar þarna utar og neðar í hlíðinni var kirkjugarður og leiði. Þar var bróðir hans grafinn. Og fram í dalnum, þar sem sort- inn var rnestur þessa stundina, var faðir hans lifandi grafinn, skuldabasli sínu og einstæðingsskap um aldur og ævi. Úr því yrði aldrei bætt. Drengurinn var eftir sig eftir geðshrær- inguna, eins og eitthvað hefði slitnað úr tengslum og ekki mundi þar gróa um heilt framar. Hann hallaðist upp að stórum mosagrónum steini og starði fram fyrir sig. Andlit hans var þreytulegt, eins og andlit fullorðins manns og jafnframt hörkulegt. Það var ekki barn sem þarna sat. Þá heyrðist létt fótatak og Björk litla Ingólfsdóttir settist við hlið hans, hún úr ævintýrinu fagra. Hún lagði hönd sína of- arf á hans og brosti framan í hann. — Loks- ins fann ég þig, sagði hún léttum rómi, sem var einnig hlýr. Hann fann að hún var ekki glöð, enda þótt brosið léki urn varir henni. Þau horfðust stundarkorn í augu. Þá leit drengurinn undan. Farðu, sagði hann hryssingslega og ýtti frá sér hönd hennar. Eg fer ekki nema þú komir með mér, sagði Björk ákveðið. Ég veit að þeir hafa gert þér rangt til, en það bætir lítið úr skák að liggja hér. — Hvað ætli þér komi það við. Málróm- ur drengsins var ískaldur. — Jú, mér kemur það víst við, af því mér stendur ekki á sama um hvað um þig verður, sagði hún með ákafa sem henni var ekki eiginlegur. Ég skil það svo sem ósköp vel að þér hafi sárnað. En hvað geturn við gert móti því sem kennararnir vilja? Og hvað ætlið þið skiljið. Þið hafið víst annað að Iiugsa um en það, hvað maður leggur á sig. Hann þagnar skyndilega. Hvað varðar liana um þetta. Hún leit á hann. Æ, ég veit það allt. Hún strauk yfir vott hár hans, snerti heitt enni hans, sínum mjúku höndum. Það gerði gott. Drengur- inn lokaði augunum. Hann fann að hann gat ekki þegar til alvörunnar kom hrint

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.