Sumargjöf - 01.01.1908, Side 24

Sumargjöf - 01.01.1908, Side 24
20 Sumargjöf. vínhneygður; hann hafði verið einn vetur í latínu- skólanum en orðið að hætta námi sökum augnveiki að sagt var. Ég held hann hafi meir sveigt huga sínum að munaði og víni en bóknámi því hann hefir aldrei verið gefinn fyrir það. Á Góunni komu þeir feðgar í bónorðsför, ég fékk að hirða hestana meðan hónorðið var flutt þétl og kænlega; hjónin urðu glöð við og nú var kallað á Guðnýu til þess að festar gætu farið fram, en þá brást auðsveipnin; hún neitaði einarðlega. Þann dag vanst ekkert á, það varð að bíða betra dagráðs; eftir það sóllu lijónin þrásæki- lega sitt mál og unnu þó lítið. Nú þurftum við Guð- ný að tala saman og þá vaknaði grunurinn og skömmu síðar sagði hún foreldrunum frá trúlofun okkar bæði urðu fokreið, skipuðu henni að hætta við mig, og lofast Jóni, þar væri mannamunur, annarsvegar um- komulaus vinnupiltur, hins vegar velættaður og efni- legur maður sem traustar stoðir styddu. Guðný hélt fast við sitt mál en hún fór að verða döpur og föl; nú kom til minna kasta. Samtal okkar Halldórs endaði ekki vingjarnlega; ég reyndi að stilla vel orð- um mínum en hann jós yfir mig harðyrðum og lít- ilsvirðing; brá vistráðonum — þvi ég var ráðinn til næsta árs —, skipaði mér að slíta trúlofuninni, að ég legði þar við drengskap minn, en því gat ég ekki lofað. Hvorki fyr né síðar hefi ég kunnað að biðja auðmjúklega og lengi en þá gerði ég það. Ég bað fyrir hfsgæfu okkar beggja og mér fórust svo orð, að ég get aldrei ásakað mig fyrir vanstilli né klaufaskap. En karlinn varð því æfari, sem ég bað betur. »Að hún Guðný mín híði og við sjáum hvaða maður úr þér verður. Nei, og hundraðfalt nei. Ur þér verður aldrei annað en vinnumanns grey. Þú ert

x

Sumargjöf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.