Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Síða 15

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Síða 15
SJÓMANNAÐAGSBLAÐIÐ 15 Þeir Sigurður ogskipstjórinn á„Notts County “ hittust íGrimsby áriðl968 og takast hér í hendur. það áfallalaust... Rétt norðan við Bjargtanga slitnaði prammaflykkið aftan úr Sæbjörgu og var þá úr vöndu að ráða. En þá sýndi stýrimaður minn, sem var Helgi Hallvarðsson skipherra og nú aðgerðastjóri Land- helgisgæslunnar, af sér mikla rögg: Hann reri ásamt öðrum manni yfir í prammann á gúmbáti, tókst að koma enda yfir í hann og festa dráttartaug- ina að nýju. Fyrir vikið heppnaðist okkur að skila prammanum af okkur við bryggju á Akranesi rúmum sólar- hring seinna og þakkaði ég það ekki síst Helga sem mér þótti hafa brugð- ist snöfurlega við. Veður var þá líka farið að ganga upp í vaxandi suðaust- anátt og kölluðum við okkur hafa verið heppna að ljúka þessu í tíma. Að þessu erfiða verki loknu fórum við til hafnar í Reykjavík — en ekki var ég fyrr skriðinn inn úr dyrunum heima en síminn tók að gelta: Neyð- arkall hafði borist frá þeim þjóð- kunna manni, Markúsi skipstjóra Þorgeirssyni, sem var með bát sinn Hrefnu á handfærum vestur af Skaga. Hafði hannmisst stýriðogvar nú á reki í brjáluðu veðri. Ekki man ég hvort ég fékk tóm til að heilsa konunni með kossi áður en ég varð að kveðja hana með kossi! Aftur var rokið af stað og tók um sólarhring að ná Markúsi og koma honum til hafn- ar. En þetta var tíðarandinn þá — að hlífa sér ekki. En menn voru að vísu ungir þá og færir í flestan sjó. Meðan á þessu þorskastríði stóð var sjaldn- ast stoppað lengur í höfn en einn eða tvo sólarhringa — þá var haldið út aftur og enginn vissi hve langir túr- arnir gátu orðið. Menn máttu meira að segja ekki fara út úr húsi án þess að gera aðvart um hvert maður hugð- ist fara þegar legið var í Reykjavík. I desember 1959 var ég beðinn um að taka við gamla Óðni — og nú sem fastráðinn skipherra. Gamli Óðinn var aðeins 76 lestir og einmitt um þessar mundir var verið að smíða nýjan Óðinn handa okkur íslending- um í Alaborg. Hann kom til landsins skömmu eftir að ég tók við skip- stjórninni og þar með var hið virðu- lega nafn tekið af skipi mínu og því gefið nafnið Gautur. En fastráðinn skipherra hjá Landhelgisgæslunni var ég orðinn eftir sem áður og gegndi þeirri stöðu allt fram til 1989, eða í 30 ár. Margs er að minnast frá svo löng- um ferli og þar sem við hugðumst rifja upp fáeina minnisstæða atburði í þessu spjalli hyggst ég byrja á að segja frá björgunartilraunum okkar á ísafjarðardjúpi í febrúar árið 1968, en þá fórst þar mótorbáturinn „Heiðrún 11“ ÍS-12 og breski togar- inn „Ross Cleveland“ H-267. Þeim dögum mun ég aldrei gleyma.“ Leki kemur að „Wyre Mariner“ „Það var laugardaginn þann 3. febrúar 1968 að við vorum staddir á varðskipinu Óðni inni á Önundar- firði. Um kl.. 22.07 kallaði breski togarinn „Northern Prince" GY-121 í varðskip og tilkynnti að breski togar- inn „Wyre Mariner“ FD-34 væri staddur 5.8 sjómílur SV-af Rit og væri kominn leiki að skipinu. Var „Northern Prince“ GY-121 tilkynnt að varðskip héldi þegar í átt til togar- ans og var áætlað að varðskipið gæti orðið á staðnum eftir 2 klukkustund- ir. Þegar kom út úr Önundarfirði voru NA-8 vindstig og samsvarandi sjór. Um klukkan 23.49, þegar varð- skipið var komið inn á ísafjarðar- djúp, var ljóst að „Wyre Mariner“ FD-34 kæmist hjálparlaust til ísa- fjarðar og var þá leitað vars undir Grænuhlíð. Þar voru þá 22 erlendir togarar í landvari. Lónað var undir Grænuhlíð að- faranótt hins 4. febrúar og voru þá NA-5-12 vindstig og snjókoma. Skömmu eftir kl. 0.4.00 varð vart við að sendiloftnet varðskipsins voru slitin niður. Fyrri hluta dagsins geis- aði NA- ofsaveður á þessum slóðum, hlóðst þá ísing á ratsjárloftnetin, svo skipin sem voru við hlið varðskipsins sáust mjög illa í ratsjánni, en skyggni var þá um 50 metrar. Vegna árekstrarhættu var lónað inn í Jök- ulfirði og verið undan Hesteyrarfirði og síðan undir Veiðileysufirði.“ Heiðrún í erfíðleikum „Um kl. 10.15 tilkynnti ísafjörður radíó að breski togarinn „Boston Typhoon“ FD-183 hefði slitnað frá bryggju á ísafirði og væri ekki vitað hvað um hann hefði orðið. Skömmu síðar tilkynnti ísafjörður radíó að togarinn væri strandaður við innsta innsiglingarduflið í Sundunum. Kl. 12.20 tilkynnti ísafjörður radíó að mb. „Heiðrún 11“ ÍS-12 hefði farið frá bryggju í Bolungarvík og væri í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.