Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Side 30

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Side 30
30 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ burt og það varð löng törn. Var eins gott að maður var ungur og hraustur þegar maður lenti í þessari raun, eða aðeins 24 ára, enda mátti litlu muna að margur örmagnaðist í lengri og skemmri tíma. Þannig leið aðfara- nótt mánudagsins þess 9. febrúar. En sem betur fór voru flestir um borð á góðum aldri og allt niður í 16 til 17 ára stráka. Alls liðu 72 klukkustundir frá því er þetta byrjaði og þar til veðrinu slotaði svo að hægt væri að leggja af stað heim og allan þann tíma var ég og flestir að störfum. Sem alkunna er áttu mörg skip í örðugleikum í þessu veðri og þarna fórst Júlí með allri áhöfn. Annars voru þau skip betur stödd sem ekki voru komin með mikinn afla, því þau voru léttari á sjónum. Sum þeirra gátu lensað fyrir vikið, eins og Júpít- er, en það var okkur á Þorkeli Mána aftur á móti ógjörningur, enda skipið næstum fullfermt. Drjúgan hluta þess tíma sem við stóðum í þessari baráttu og á heimleiðinni var togar- inn Mars skammt frá okkur og var gott að vita af nálægð hans — sjá ljósin frá honum — þótt ekkert hefði verið hægt af gera ef illa hefði farið. Gúmbátar voru þá engir komnir til sögu og trébátar hefðu verið vita gagnslausir. Undir kvöld þess 9. febrúar gerði Marteinn skipstjóri þó tilraun til að snúa skipinu og reyna að lensa. En sú tilraun fór þannig að skipið lagðist alveg á hliðina og lá við að það end- aði með ósköpum. Hefði ekki verið svo sterk og viðbragðsfljót vél í skip- inu — þetta var 1200 ha. Ruston-vél — og vélstjórinn, Jón Grímsson 2. vélstjóri, svo snöggur að bregðast við, veit ég ekki hvernig farið hefði. Sjórinn fossaði inn um brúarglugg- ana og aðeins með því að setja á fulla ferð og fullt afl tókst að rétta skipið. Einnig var mikið happ að vélin missti ekki niður smurolíouna við þetta, sem mikil hætta var á. En hefði tekist að lensa hefði mátt sigla suður á bóg- inn í hlýrri sjó og það hefði gert allt auðveldara viðfangs. Annars má geta þess að Þorkell máni var alla tíð lélegur á lensi. En ógleymanlegar verða þær sekúndur þegar skipið lá á hliðinni og menn spurðu sig í hljóði: „Við bátsmaðurinn héldum þegar fram á hvalbak að berja klaka eftir að davíðurnar voru á bak og burt. “ (Ljósm. AM) „Á hvorn veginn fer hann?“ Álíka spurning leitaði líka á menn við hvert brot sem yfir reið. Það var loks um miðnætti 9-10. febrúar sem tók að lægja og skána í sjó. Um klukkan fimm un morgun- inn sneri Matreinn skipinu undan og kallaði alla áhöfnina upp til að berja „Flestir af áhöfninni hœttu eftir þennan túr.“ (Ljósm. AM) ís. Var þetta síðasta lotan í því verki, þar sem Þorkell stefndi nú til suð- austurs og var brátt kominn í hlýrri sjó. Fréttirnar um erfiðleikana sem Þorkell Máni lenti í bárust á undan skipinu til Reykjavíkur. Þegar það renndi inn á höfnina beið þar fjöldi fólks sem fagnaði skipverjunum sem væru þeir úr Helju heimtir. Hálfri klukkustundu eftir að Þorkell máni kom til hafnar kom Mars inn.“ Flestir áhafnarmenn hættu „Svo fór að flestir af áhöfninni hættu eftir þennan túr. Ég hélt þó áfram, en hefði ég hætt er ég viss um að ég hefði ekki farið á sjó aftur — og enn þann dag í dag er mér illa við að sjá ísingu. Svona situr þetta fast í hugskotinu og svo tel ég að þessi nýju skip þyldu ekki jafn mikla ísingu og þau gömlu vegna þess hve há þau eru í sjó og miklum búnaði á þau hlaðið. Marteinn Jónasson lét líka af skip- stjórn aðeins nokkrum túrum seinna: Hann gerðist yfirverkstjóri hjá BÚR og seinna forstjóri fyrirtækisins. Næsta túr eftir þennan fórum við vestur á Hala að fiska fyrir Eng- landsmarkað. Þar var lífbátur úr plasti settur um borð í skipið og krani til þess að hífa hann út. Annarsfækk- aði ferðum togara á Nýfundnalands- miðin eftir þetta. Samt fórum við tveir togarar saman þangað árið á eftir og voru það sammæli manna að ef merki væru um veður í aðsigi að forða sér sem fyrst. Á Þorkeli mána var ég til 1966, eins og fram hefur komið, og undrar mig að ég skyldi hanga þarna svona lengi næstu árin: Fiskirí var lítið og tekjurnar leyfðu ekki að maður tæki sér frítúr. Þá var líka svo erfitt um mannskap að vildi ég taka mér frítúr fékkst ekkki nokkur prófmaður. Stundum var eina úrræðið að fara inn á Hrafnistu og fá einhvern gamlan vélstjóra til að leysa sig af einn túr. Þá vildu og flestir dugandi sjómenn vera á síld eins og ég sagði og þeir menn sem fengust að stórum hluta drykkjumenn og lausingjar. Mátti ekki leggjast að bryggju — þá voru þeir horfnir! Var oft legið úti á ytri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.