Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 105

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 105
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 105 „Nú erum við hættir að byggja og kaupum aflóga skip af Grœnlendingum“ (Ljósm.: AM) þennan bát stofnuðum við ég, Pétur Gunnarsson og fleiri útgerðarfyrir- tækið Vigra hf. og bar báturinn sama nafn — Vigri. Og á honum var ég skipstjóri allt til þess tíma þegar ég seldi hann. Um sama leyti byggði Þórður bróðir minn sams konar bát ásamt Halldóri heitnum Þorbergssyni og fleirum hjá sömu skipasmíðastöð og var það Ögri, gerður út af samnefndu fyrirtæki. Við gerðum þessa báta út öll síldarárin, en svo hætti síldin að veiðast.“ Afríkumenn í skipakaupahugleiðingum „Ég var þá kominn á fremsta hlunn með að láta byggja loðnubát á Akureyri, en þá atvikaðist það svo snemma árs 1969 að menn voru að koma til Noregs frá Namibíu að kaupa síldarbáta, en í Namíbíu mun hafa verið mikil síldveiði um þær mundir. Þeir voru eitthvað kunnir Friðrik A. Jónssyni sem var með Simrad-umboðið hér og höfðu af ein- hverjum ástæðum samband við hann frá London. Sagði þá Friðrik við þá að úr því þeir væru á ferðinni vildi hann ekki trúa að þeir litu ekki hing- að til íslands — enda væri þetta eng- inn krókur. Þetta varð úr og svo vel vildi til að ég var með Vigra í landi, þá nýkom- inn úr slipp, og vildu þeir fá að skoða hann. Það var velkomið og þeim leist vel á bátinn og spurðu hvort hann væri til sölu? Eg var fljótur til svars og sagði að víst væri báturinn til sölu, ef vel væri borgað. Þeir hlutu brátt spurnir af því að hér væri annar bátur alveg eins, þ.e. Ögri, og vildu nú fá að skoða hann líka. Nú, þeir vildu kaupa báða bátana, en sá var þá hængur á að í þann tíð var bannað að selja skip úr landi. Þetta mun hafa verið eitthvert bann komið allt frá árinu 1918 þegar þeir seldu togara- flotann úr landi. Þá var annar tími en núna, þegar menn eru heiðraðir fyrir að selja skip úr landi. Óskað var eftir undanþágu til stjórnvalda, en því var þverneitað — það væri atvinnuleysi í landinu og ekkert slíkt kæmi til mála.“ Æstum okkur upp í að láta smíða tvo skuttogara „En svo líður og bíður fram á haust og við stunduðum kolaveiðar um sumarið. Gerist það þá að inn í dæm- ið kemur Atvinnumálanefnd Reykjavíkurborgar. Um þær mundir var farið að ræða um byggingu á skuttogurum og í kjölfar viðræðna sem við áttum við Atvinnumála- nefndina féllumst við bræður á að byggja skuttogara — ef við fengjum leyfi til að selja Ögra og Vigra úr landi í staðinn. Þannig urðum við Þórður eiginlega að vinna það til að byggja skuttogara, svo við fengjum að selja Afríkumönnunum bátana! Þetta varð um leið til þess að við Þórður sameinuðumst um stofnun fyrirtækisins Ögurvíkur hf. í stað hins gamla Ögra hf. og Vigra hf. Þrír menn komu með okkur í þetta og voru það þeir Þórður Jónsson, Hans Sigurjónsson og Brynjólfur Hah- dórsson skipstjórar. En satt að segja höfðum við aldrei mikinn hug á að fara í skuttogara- útgerð, vildum miklu fremur loðnu- bát. En svo fórum við að ræða við Pólverjana og það varð til þess að á endanum æstum við okkur upp í að láta þá smíða fyrir okkur tvo skuttog- ara, sem við fengum afhenta seint á árinu 1972. Þeir voru um 60 metrar á lengd og hlutu vitaskuld nöfnin Ögri og Vigri. Seinna létum við lengja þá upp í 68 metra.“ Illa séð skip „1985 keyptum Ingólf Arnarson og létum breyta honum í frystitogara og gáfum honum nafnið Freri. Og árið 1992 seldum við Ögra og Vigra og létum byggja fyrir okkur nýjan frysti- togara í Noregi sem hlaut nafnið Vigri. Þessi tvö skip gerum við út í dag. Þau hafa eins og aðrir frystitog- arar alla tíð verið mjög illa séð hér á landi — en hræddur er ég um að ekki veiddum við mikið á Reykjanes- hryggnum né í Smugunni ef þessi skip væru ekki fyrir hendi. En það hef ég lært af reynslunni að þegar menn gera eitthvað sem þessir vitr-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.