Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Síða 28

Eimreiðin - 01.10.1953, Síða 28
264 ÞAÐ ÞYRFTI AÐ PRESSA BUXURNAR eimreiðin Já, ég veit að þetta er eins konar endurtekning á því, sern ég sagSi áður. En þó hef ég enn ekki fundið hið rétta orð. Það, sem ég ætlaði eiginlega að segja, er nánast þetta: Ef þú ætlar þér að tala um alvarlegustu hluti tilverunnar við unga og elsku- lega konu, þá geturðu eins vel dregið skó á fætur þér, tekið þer staf í hönd og farið út, að dæmi Don Quixote, og barizt við vind- myllur. En það er nú bara djöfullinn sá, elsku vinur, að ég er neydd- ur til þess og líklega til míns banadægurs að berjast við þessar vindmyllur. Ég myndi að öðrunr kosti missa grundvöllinn undan fótum mér og líkjast villtum sjófugli fram til dala. Ég get þ° ekki sagt, að ég hafi barizt hingað til án árangurs. En sigur' krans minn hefur verið vættur tárum. Settu þig nú augnablik í sporin mín. Þú kemur út úr kirkj- unni með brúðina við hönd þér. Þú brosir til fólksfjöldans, sem horfir á ykkur með lostugri áfergju i augunum. Hversu margir vildu ekki vera í ykkar sporum. Síðan seztu undir borð og nýtur hóflega, en þó af öllum líkama þínum og allri sálu þinni, matar og víns. Hrærður af þakklátssemi og ör af víni og mannkær- leika stendurðu upp og þakkar fyrir hin hlýju orð í garð ykkar brúðhjónanna. Þú munt þá um leið taka eftir því með sjálfum þér, að þú, sem hefur áður aðeins talað fyrir þína eigin hönd, talar nú fyrir hönd tveggja persóna. Þér finnst það skritið, og það kitlar huga þinn að hafa allt í einu leyfi og tækifæri til að slengja ókunnri manneskju svo að segja — hvað kynnist maður annarri manneskju við eintóma kossa? — í sama númer og þinni eigin persónu. Og þó finnst þér eitthvað vanta á eðli- leika þessarar tilfærslu á eignaréttinum, kannske það, að þu hefur ekkert borgað fyrir hana. Og svo kemur brúðkaupsnóttin og allt það. Hvað ég meina með þessu? Ég meina bara það, að svona er byrjunin, fögur og lokkandi. Þú ferð varla að hugsa um jarðar- för þína, meðan þú smjattar á súpunni í brúðkaupsveizlunni. Og daginn eftir amar heldur ekki margt að. Þið gangið um í minn- ingmn eins og hálfdrukknar manneskjur. Þriðja daginn upp- götvið þið kannske, að það er eitthvað til, sem heitir veruleiki: Skýjaður himinn. Ofurlágur reikningur í bréfakassanum á hurð- inni. Það hefur gleymzt að kaupa nógu snemma í matinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.