Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1967, Qupperneq 28

Eimreiðin - 01.05.1967, Qupperneq 28
116 EIMRElfílN Tómas Guðmundsson, sem séð hefur um útgáfu á Kvæðasafni Magnúsar Ásgeirssonar, og þekkti hann líklega bezt allra vina hans, segir í minningarorðum um Magnús: „í síðasta skiptið sem Magnús hringdi til mín, örfáum dögum fyrir andlát sitt, var erindi hans að ræða við mig um eitt orð í þýðingu sinni á Þingvallakvæði Nordahls Griegs, sem hann þá var að ljúka við. Það leyndi sér ekki að þetta eina orð, sem var þó víðs fjarri því að hafa nokkru megin- hlutverki að gegna, hafði lengi verið honum þrálátt umhugsunar- efni. Ég get þess einungis sem dæmis um þann undanbragðalausa aga, sem Magnúsi var tamt að beita sjálfan sig, þegar til bókmennta- starfanna kom, og raunar hlutu afköst hans að verða furðuleg ráð- gáta hverjum þeim manni, sem þekkti hin fágætu vinnubrögð hans til nokkurrar hlítar." Þeir, sem fengizt hafa við Ijóðaþýðingar að nokkru marki, vita að þær krefjast gífurlegrar vinnu og þolinmæði. Að hafa þýtt meira en þrjú hundruð erlend ljóð með jafn miklum ágætum og Magnús gerði, auk þess að þýða önnur skáldverk óbundins máls, er einsdæmi í bókmenntum okkar, og verður sennilega seint leikið eftir. í ljóðaþýðingum eins og í öðrum listgreinum er ekki spurt um magnið heldur gæðin. Mig langar til að nefna fáein dæmi um vinnubrögð Magnúsar Ásgeirssonar. Sænski rithöfundurinn Artur Lundkvist hefur sagt mér, að þegar hann kom til íslands í stutta heimsókn, hafi hann bú- ið í timburhúsi einu í Reykjavík einkar hljóðbæru. Eitt kvöldið heyrir hann að hinum megin við vegginn er kona að hafa yfir eitt- hvað, sem minnir hann á særingar, galdraþulu; hrynjandin var svo einkennileg, og hann vissi að ýmislegt furðulegt var að finna á íslandi. Það vakti undrun hans daginn eftir, þegar hann komst fyrir tilviljun að því, að það sem konan hafði verið að lesa, var hans eigið ljóð, Stiginn, í íslenzkri þýðingu. Magnús hefur gætt þetta Ijóð seiðmagnaðri hrynjandi, en á frummálinu er það ein- faldur prósi, órímað, lýsir hversdagsleikanum á hráan hátt: Trappan i tidig rödgul morgonsol, trappan i middagstidens dammiga grá dunkel, trappan i rökblátt skymningsljus: mán med kolsáckar pá ryggen, mán i nedsmorda blákláder- unga visslande mán — skratt — rök ringlande ur pipor och munnar; kvinnor med korgar — bördor — barn, kvinnor tunga av kött och fruktsamhet, áldrade kvinnor med háret likt grátt grás
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.