Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.05.1953, Qupperneq 14

Ægir - 01.05.1953, Qupperneq 14
124 i Æ G I R Við að hifa mikla þyngd í einu, getur fiskurinn marizt og holdið orðið blóð- hlaupið, þegar hann pressast af þung- anum út á milli möskvanna i poka- netinu. 2. Þá er talið, að undir mörgum kring- umstæðum sé fiskurinn ekki blóðgað- ur nægilega fljótt. 3. Einnig er talið, að stundum sé ekki nógu góð regla á þvi að byrja að hausa og fletja þann fisk, sem fyrst var blóðg- aður, heldur sé tekið af handahófi, og þá stundum fiskur, sem er svo nýbúið að blóðga, að honum er ekki fyllilega blætt út. 4. Þvottur fisksins, áður en hann fer í saltið, er eitt höfuðatriðið við saltfisk- framleiðsluna. Þetta ætti að vera hægt að framkvæma vel um borð í togur- um, því nóg er vatnið og fiskurinn nýr, þegar hann er þveginn. 5. Það er mjög mikilsvert, að fiskurinn sé saltaður jafnóðum og hann kemur niður í lestina. Á þessu hefur verið misbrestur víða, eftir því sem mér hef- ur verið sagt. Ef fiskurinn liggur sam- an, þótt ekki sé nema stutta stund, eftir að hann hefur verið þveginn nið- ur í lestina, þá gulnar fisksárið, þar sem það liggur að roði á næsta fiski. Slíkur fiskur verður alltaf útlitsljótur (blæljótur). Það er því eitt höfuðat- riðið, að söltunin hafi alltaf undan, þannig, að ekki safnist fyrir ósaltaður fiskur í lestinni. 6. Það er áríðandi að fiskurinn fái nóg salt i fyrstu söltun og geti legið í henni a. m. k. 4—6 daga. Mér hefur verið sagt, að stundum hafi átt sér stað, að fiskurinn hafi ver- ið rifinn upp úr fyrstu söltun eftir 2 daga og eitt tilfelli hef ég frétt um, þar sem fiskurinn var rifinn upp úr fyrstu söltun eftir 12 klukkustundir! 7. Meðferð á saltfiskinum við löndun úr togurum er oft á þann veg, að hún spillir mikið gæðum hans. Á ég þar einkum við, hve oft þarf að kasta sama fiskinum, heilum bílhlössum sturtað á gólfið, fiskurinn í bílhlössunum allur hálffastur saman, svo að hann rifnar frá þunnildum við minnsta átak o. s. frv. Mikið mætti bæta meðferð við löndun fisksins, t. d. með því að hver togarastöð ætti kerrur, sem gengju niður í lestina, fiskinum raðað þar i, síðan væru kerrurnar hifðar á bílana, en kerrunum ekið af bíl- unum að fiskstöflunum, þegar í fiskhúsið kemur. Auk þess, sem þetta bætti mikið meðferð fisksins, mundi þetta spara mikla vinnu. Þar sem fiskhúsin eru slutt frá bryggj- um, væru færibönd athugandi. Þetta eru aðeins örfá atriði, sem vert er að hugsa um. Ég hef ekki enn þá minnst á sjálfa aðgerðina, t. d. hausun og flatn- ingu fisksins. Mér finnst hausun og flatning hafa batn- að mikið, t. d. frá því í fyrra, en aðalgall- inn á aðgerðinni sjálfri er, hvað mikið hangir við fiskinn af lifrarbroddum og garnaspottum, einkanlega hefur þetta borið við á Grænlandsfiski og víða til stórskaða. Togararnir okkar eru orðnir miklu af- kastameiri og stærri en þeir voru áður, eins konar fljótandi verksmiðjur. Á svona skip- um eru allir störfum hlaðnir, bæði undir- og yfirmenn. Væri ekki athugandi fyrir togaraeigendur og skipstjóra að hafa um borð í hverju skipi, gamlan, þrautreyndan saltfiskverkunarmann til þess að líta eftir og leiðbeina við framleiðsluna. Þótt þessi maður gerði ekkert annað, gæti starf hans margfaldlega borgað sig. Þótt allir yfirmenn skipsins hafi fullkomið vit á framleiðslunni og hvernig hún verði bezt af hendi leyst, þá verður eftirlit þeirra oft ígripavinna vegna annarra starfa. Vigtun á óverkuðum saltfiski, undirvigt í flutningi o. fl. Vigtun á óverkuðum saltfiski til útflutn- ings hefur alltaf verið hálfgert vandræða- mál fyrir alla aðila, fiskeigendur, fiskmat-

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.