Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Blaðsíða 14
184 Tímarit löyfræSinga silfurs var 1:15, þá hefðu niðgjöld verið fullgreidd með einni mörk gulls. Samkvæmt lögum ýmissa þjóðflokka Forn-Germana voru manngjöld 180—200 solidi. Solidus var silfurmynt og er talinn y20 úr rómversku pundi, sem talið er vera 327 gr. að þyngd. Solidus hefur því átt að vera 16,35 gr. Mann- gjöidin hafa því numið 2943—3770 gr. Þar af fór þriðj- ungur til ríkisins (þegngildi), en ættingjar ins vegna fengu %. Þeir hafa því fengið 1962—2179 gr. Er silfurþungi sá, er ættingjar hafa fengiö, ekki langt frá því, sem þeir mundu hafa fengið hér, ef goldið var í brenndu silfri.1) Veturgömul kvíga var talin jafngildi solidi2) og hefði því þurft 180—200 slíkar kvígur í manngjöld. Þar af hefðu ættingjar fengið 120—166 kvígur eða jafnvirði þeirra. Sennilega hafa ekki minna en 4—5 veturgamlar kvígur verið jafngildi góðrar fullorðinnar kýr. Og getur þá hver, sem vill, reiknað kýrverðatölu manngjaldanna til ættingj- anna. En ekki dylst það, hversu nærri fer um silfurþung- ann, sem gjalda hefur átt hér og þar. Þó að niðgjöld baugatals væru sem næst 24 hundruð á landsvísu, þá hafa sjálfsagt ekki öll kurl allt af komið til grafar. Stundum hefur vantað, einkum á 10. og fram á 11. öld, baugþiggjendur og bauggreiðendur, og mátti hvort tveggja orka nokkurri lækkun gjaldsins í heild. En hér er ónauðsynlegt að rekja það, því að verkefnið er það eitt að steðja gjaldið, svo sem það var að lögum. Skipun Bauga- tals hefur ekki veri hagfelld. Oft hefur verið óhægt að grafa ina firnari ættingja veganda og ins vegna upp, eftir því sem liðir urðu fleiri frá landnámsmönnum og öðrum, sem í öndverðu byggðu landið. Og auðvitað mátti sami aðili vera jafnskyldur báðum, veganda og inum vegna, og hefur gjaldið þá fallið niður að því leyti, þótt þetta ylli að vísu engum óhagræðum um heimtu þess. Gjaldheimtan hefur oft hlotið að verða allerfið, því að aðiljar hafa oft !) Brunner Deutsche Rechtsgeschichte I. 333. 2) Brunner I. 318.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.