Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Blaðsíða 43
Lögbókarfrumvurp Vindings Knuse 213 mikill fengur í því, ef vér ættum lögbók, er hefði að geyma reglur um öll þau málefni, sem tekin eru til meðferðar í frumvarpinu, reglur sniðnar eftir réttarskoðunum nútím- ans og í nýtízku formi. Skoðanir manna hafa verið nokkuð skiptar um það, hversu æskilegt sé að hafa lögbækur. Skoðun minni á því máli lýsti ég í grein í 1. árg. tímaritsins Vöku (1927) og hefi ég eigi síðan séð ástæðu til að breyta þeirri skoðun. Ég skal ekki ræða það mál frekar, en geta má þess, að nú síðustu árin virðist áhugi manna á setningu lögbóka vera vaxandi hér á Norðurlöndum. 1 Noregi hefir stjórnskipuð nefnd haft málið til athugunar og gert áætlun um borgaralega lögbók norska, og í fyrra samþykkti lög- fræðingasamband Finna áskorun til stjórnarinnar um að athuga möguleika þess, að samin yrði borgaraleg lögbók fyrir Finnland. Þess ber og að geta, að Svíar hafa enn í dag sína lögbók, lögbókina frá 1734. Þeir hafa einir allra Norðurlandaþjóðanna haldið hinni gömlu lögbók sinni við með því að endurskoða smátt og smátt einstaka þætti hennar, í stað þess að vér höfum látið Jónsbók og Danir og Norðmenn lögbækur Kristjáns 5 fyrnast smátt og smátt, svo nú verður varla sagt, að þar standi steinn yfir steini. En Vindin*g Kruse hefir sett sér hærra markmið. Hug- sjón hans er samnorræn lögbók eða réttara sagt samhljóða lögbækur allra Norðurlandaþjóðanna fimm. Hugmyndin um slíka samnorræna lögbók er ekki ný. Fyrstur kom Julius próf. Lassen fram með hana í rektorsræðu við Kaupmanna- hafnarháskóla árið 1899, og skömmu síðar hreyfði Carl Lindhagen borgarstjóri þessari hugmynd á ríkisþingi Svía. Þegar Lassen kom fram með þessa tillögu sína, var sam- vinna Norðurlandaþjóðanna um löggjafarmál hafin fyrir nokkru, og hafði hún þá þegar borið nokkurn árangur (víxillögin, siglingalögin o. fl.) og henni hefir síðan verið haldið áfram. Það var í alla staði eðlilegt, að sú samvinna var upp tekin. Réttur þessara þjóða allra var skyldur og menning þeirra og hugsunarháttur. Þær eru nágranna- þjóðir, sem eiga margháttuð og náin viðskipti. Ekki verður annað sagt með sanni, en að þessi samvinna hafi tekizt vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.