Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Side 65

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Side 65
14. gr. 1. nr. 81, 1936. Tveim mánuðum áður en kosningar eiga að fara fram skal leggja kjörskrá fram til sýnis á hentugum stað, enda skal auglýsa framlagninguna með tveggja vikna fyrirvara, nema auglýst sé í blöðum innan kaupstaða, þá nægir þriggja daga fyrirvari. Er því greiður aðgangur fyrir hvern og einn að ganga úr skugga um, hvort nafn hans er á kjörskrá, nema fjarvistir eða önnur forföll hamli. Þegar 3 vikur eru til kjördags, skal hver sá, sem kæra vill, að einhvern vanti á kjörskrá eða sé ofaukið þar, hafa afhent oddvita eða borgar- eða bæjarstjórn kæru sína, 20. gr. kosnl. Hreppsnefndir eða bæjarstjórnir úrskurða kær- una á opinberum fundi eigi síðar en 2 vikum fyrir kjördag og breyta kjörskránni í samræmi við það. Eftir það verður engin breyting gerð á kjörskránni nema með dómi, 21. gr. kosnl. Er þá þar komið, að höfða þarf kjörskrármál, til þess að kjörskrá verði breytt. Um þetta ræðir 24. gr. kosnl., sem er á þessa leið: ,,Sá, sem er óánægður með úrskurð bæjarstjórnar eða hreppsnefndar út af kæru hans yfir kjörskrá, á kröfu til, að sér verði fengið eftirrit af úrskurðinum ókeypis, og getur hann sótt málið fyrir dómi. Á sama hátt getur sá, sem vegna fjarvistar eða af öðrum ástæðum hefur ekki átt kost á að koma fram með kæru út af kjörskrá, áður en kæru- frestur er liðinn, sótt málið fyrir dómi, hvort sem málið varðar hann sjálfan eða ekki. Máli út af þessu skal dómara skylt að hraða svo, að því verði lokið fyrir kjördag, ef unnt er. Réttargjöld skulu engin greidd fyrir undirrétti, og skal dómarinn skipa mann fyrir hönd þeirrar bæjarstjórnar eða heppsnefndar, sem stefnt er. Falli dómur þannig, að kjörskrá beri að breyta, skal fullnægja dóminum þegar er sækjandi málsins leggur fram eftirrit af honum, og frestar áfrýjun ekki fullnægingu dómsins." Um aðila kjörskrármáls er rétt að greina miili þess, hvort mál er höfðað að undangengnum úrskurði bæjarstjórnar um efni málsins eða án slíks úrskurðar. I fyrra tilfellinu 59

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.