Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Side 39

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Side 39
febrúar dvöldu hér einnig um þriggja vikna skeið þrír bandarískir laganemar frá Ohio Northern University. Þrír fulltrúar frá Orator fóru síðan til Ohio í september og dvöldust þar við háskólann í 3 vikur. Alls var efnt til 5 vísinda- og kynnisferða. M. a. fóru yngri nemendur til Akraness og eldri nemendur fóru í tveggja daga ferð til Akureyrar, þar sem ha.c'ið var seminar um réttarheimspeki og laganám. Efnt var í fyrsta sinn til mæiskukeppni í félaginu; sigurvegari varð Davíð Oddsson. Viðamesta verkefni félagsins á síðasta starfsári var undirbúningur XIX. Norræna laganemamótsins, sem fyrr er að vikið. I febrúar skipaði stjórn Orators 12 manna undirbúningsnefnd tii þess að hafa stjórn mótsins á hendi. Formaður nefndarinnar er prófessor Þór Vilhjálmsson. Störf nefndarinnar hafa fyrst og fremst verið bundin við fjáröflun til mótsins, en áætlað er, að kostnaður verði alls um 3 milljónir króna. Leitað hefur verið eftir stuðningi dómsmálaráðuneytisins og menntamáiaráðuneytisins, en sú málaleitan hefur enn sem komið er borið lítinn árangur. Þegar slík mót eru haldin á hinum Norðurlöndunum, greiða þessi ráðuneyti verulegan hluta kostnaðarins. Ljóst er, að það verður mikið átak fyrir íslenska laganema að halda þetta mót og afla fjár til þess. Mikið er undir bví komið, að lögfræðingar styðji þessa starfsemi svo sem frekast er kostur. Þorsteinn Palsson NÁMS- OG RANNSÓKNASTYRKIR Ritstjórn Tímarits lögfræðinga hafa borist nokkrar tilkynningar um náms- og rannsóknarstyrki: Nordiska skattevetenskapliga forskningsrádet býður styrki til rannsókna á skattamálum, þ. á m. skattarétti. Glasgowháskóli býður rannsóknarstyrk til 2—3 ára. Evrópustofnun Amsterdamháskóla býður styrki til þátttöku í hinu árlega námskeiði International Course in European Integration. Nordisk Institutt for Sjorett í Osló býður stúdenta- og kandidatastyrki. Upplýsingar um styrki þessa veitir stjórn Lögfræðingafélagsins, og um suma þeirra a. m. k. fást einnig upplýsingar hjá Lögmannafélagi Islands. 37

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.