Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Side 42

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Side 42
um, er innheimta þinggjalda og annarra opinberra gjalda. Á því sviði hefur orðið veruleg breyting til hins lakara af völdum eldgossins. Áður er að því vikið, að bæjarbúar eru víða dreifðir um landið, og skapar það allmikla erfiðleika við innheimtuna. Hitt er þó enn verra, að gjaldgeta mikils fjölda þeirra, sem opinber gjöld eiga að greiða, hefur stórlega minnkað eða jafnvel þorrið með öllu. Flestir urðu fyrir einhverju eignatjóni, sumir miklu, aðrir minna. Og gosið hafði einnig í för með sér verulega tekjurýrnun fyrir mikinn meiri hluta bæjarbúa og í sumum tilfellum varanlega. Margir áttu þar af leið- andi við mikla fjárhagserfiðleika að stríða. Meðan svo stóð á, gat ekki talizt tilhlýðilegt að ganga hart eftir greiðslum. Innheimta hefur líka gengið treg- lega. Nokkuð hefur innheimtan glæðst upp á síðkastið, en naumast er þess að vænta, að hún komist í gott horf fyrr en eftir talsverðan tíma. Hæstu gjald- endur, samkvæmt nýútkominni skattskrá, eru fyrirtæki sem ætia að starfa áfram í Eyjum, en hafa ekki enn byrjað atvinnurekstur. Af þeirra hálfu hefur því verið haldið fram, að greiðslu gætu þau ekki innt af hendi fyrr en þau hæfu rekstur að nýju. FreymóSur Þorsteinsson EITTHVAÐ FYRIR OKKUR? Birtar hafa verið í Englandi nýjar reglur um enska héraðsdómstóla, County Courts. Eru það dómstólar í einkamálum, sem aðeins hafa heimild til að fara með tiltekna málafiokka. Mega kröfur ekki fara fram yfir tiltekna fjárhæð, en hún er mismunandi eftir málaflokkum. Breytingarnar eiga að gefa fólki kost á ódýrari, óformlegri, einfaldari og fljótlegri meðferð mála, sem varða lágar upphæðir. Sérstaklega eiga reglurnar að ná til mála varðandi vörur og þjónustu, neytendamála. Reglurnar gengu í gildi 1. október s.l. Nýmælið, sem í þessum ensku reglum felst, er heimild fyrir ritara héraðs- dómstólsins til að leggja í gerð lögskipaðs gerðardóms þau mál, sem snúast um lægri fjárhæð en 75 sterlingspund. Ritarinn er yfirmaður skrifstofuliðs dómstólsins og fer að auki með minni háttar mál, t. d. útivistarmál eða mál, sem ekki ná £ 75. Með leyfi dómara og samþykki aðila getur hann farið með önnur mál. Gerðardómsmeðferðina má hafa, þótt annar aðila sé andvígur því, en samþykki beggja aðila þarf til, ef krafan er hærri en £ 75. Ritarinn mun venjulega sjálfur fara með þessi mál, en hann getur einnig vísað þeim til dómara í réttinum. Ef aðilar verða ásáttir um það, getur maður utan réttarins verið gerðarmaður. Meðferðin fyrir hinum lögskipaða gerðardómi á að fara fram fyrir luktum dyrum, aðilar mega leggja málið fyrir á þann hátt, sem þeir kjósa, venjulega verður ekki krafist eins ríkra sannana og í venjulegu máli, og meðferðin verður ekki jafnhátíðleg og venjulega í enskum dómsölum, en fer eftir eðli málsins. Aðilar eru ekki hvattir til að hafa lögmenn sér til aðstoð- ar, en þó er það heimilt. Málskostnaður verður venjulega ekki úrskurðaður, annar en endurgjald kostnaðar við útgáfu kæru eða stefnu. Þó má víkja frá þessu. Þar sem aðilar verða oftast að greida þóknun til lögmanns síns, þó að þeir vinni mál, er hér beinlínis stefnt að því að sporna gegn afskiptum lög- manna. Leyfilegt verður að njóta aðstoðar ættingja og vina við flutning 40

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.