Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Page 14

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Page 14
0rsted byggir hann á ólöglegum ávinningi sem efnisþætti, sem ásetn- ingur (tilgangur) þarf að ná til. Goos byggði á kenningum Bornemanns. Hann leit svo á, að með „hensigt" ætti Bornemann við ásetning til hlutrænna efnisþátta brots, og aðalverkefnið væri því nú að ákvarða nánar efnisþætti brotsins (den objektive forbrydelse). Goos gerði mun á afstöðu brots annars vegar til þess einstaklings, sem misgert er við, og hins vegar afstöðu þess til þjóðfélagsins. Væri litið á brotið frá sjónarmiði afbrotaþola, væru engin rök til aðgreiningar á þjófnaði og eignaspjöllum. En sé litið á brotið frá sjónarhóli þjóðfélagsins, horfir málið öðruvísi við. Hin ólögmæta auðgun, sem fæst með því að valda öðrum sambærilegu tjóni, er sem slík árás á þá hagsmuni, sem þjóðfélagið hefur af hinni lögvernduðu eignaskiptingu. Á henni hvílir allt efnahagslífið í þjóð- félaginu. Af henni ræðst framleiðslan. I henni birtist fyrst og fremst skilningur samfélagsins á réttlætiskröfum í viðskiptum. Fyrir þjóð- félagið eru því skerðingar á hinni lögvernduðu eignaskiptingu ólíkt afdrifaríkari en einungis rýrnun eignaheildarinnar (eignaspjöll) og það því fremur sem hinar venjulegu ástæður til árása á eignaskiptingu gera þær langtum tíðari og þörfina fyrir ákveðin viðbrögð mun brýnni. „De, der berige sig ulovlig, er snyltere i samfundserhvervets organis- me.“ Goos taldi því fyllstu rök til að taka út úr flokk brota, sem fólgin eru í fullnaðri eða ætlaðri fjármunayfirfærslu frá einum einstaklingi til annars — ólöglegum ávinningi og tjóni. Formbrot eins og nytja- taka, gertæki og einhliða taka gegn fullu endurgjaldi teljast ekki til þessa flokks. Efnisbrot eins og eignaspjöll, sem engum færir ávinning, fellur einnig utan hans. Það þurfti að vera um ólöglega auðgun að ræða, tilfærslu verðmæta milli einstaklinga. Goos var ljóst, að niður- staða hans hafði ekki beinan stuðning í hgl. frá 1866, en þar var heldur ekkert, er mælti henni í mót. Hún kom ekki fram í greinargerð. En auðvelt var hins vegar að túlka lagaákvæðin með hliðsjón af þess- ari kenningu. Goos taldi réttarframkvæmdina í stórum dráttum viður- kenna auðgunarsjónarmiðið, en þó var þar um að ræða að hans mati „nogen usikkerhed og nogle inkonsekvenser“. Torp fjallaði um þetta efni í hátíðarriti sínu „Bidrag til Læren om Berigelsesforbrydelserne“ (1909) og hafði auk þess veruleg áhrif á mótun reglnanna í nýju hgl. (1980) með starfi sínu að U II og III (1917 og 1923). Torp var í meginatriðum sammála Goos. Hann taldi rétt að flokka sér þau brot, er hefðu það að sérkenni að fela í sér ólöglega auðgun. Gagnrýni Torps laut fyrst og fremst að rökum Goos fyrir þessari aðgreiningu. Taldi Torp, að eignaskiptingunni væri gert 8

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.