Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Qupperneq 27

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Qupperneq 27
skydes da hen til de hejere risikograder. Hvis dansk rets regel i nogen grad hviler pá sádanne synspunkter má man konkludere at det subjek- tive krav ikke blot er af meget losere beskaffenhed end ældre teoris berigelseshensigt, men at det pá en máde har mistet sit eenheds- mæssige præg og er blevet sammenvævet med objektive synspunkter." E) Verða skattsvik talin til auðgunarbrota? 1. Hugtakið skattsvik er oft notað í umræðum um skattamál og fram- kvæmd þeirra. Hugtakið er aftur á móti óvíða notað í íslenzkri skatta- löggjöf. Erfitt er því að ákvarða merkingu þess og réttargildi. f 37. gr. 3. mgr. 1. nr. 68/1971, um tekjuskatt og eignarskatt, segir svo: „Hafi skattstjóri grun um, að veruleg skattsvik hafi verið framin, skal hann senda ríkisskattstjóra skýrslu um málið. Þegar ríkisskattstjóra hefur borizt slík skýrsla, skal hann, ef hann telur ástæðu til, hefja rannsókn í málinu sjálfur eða fela hana skattstjóra.“ Hugtakið virðist yfirleitt notað í mjög rúmri merkingu, jafnvel þannig að það taki til allra refsiverðra brota á skattalöggjöfinni. Oftast er það notað um brot á lögum um tekjuskatt og eignarskatt, lögum um tekjustofna sveitarfélaga og lögum um söluskatt, enda eru þetta meginbálkar ís- lenzkrar skattalöggjafar. 1 afbrotafræði er það yfirleitt notað í mjög rúmri merkingu, t. d. þegar fjallað er um dulda brotatölu skattsvika. Eðlilegt væri að takmarka skattsvik við ásetningsbrot. 1 48. gr. 1. nr. 68/1971 er stórkostlegt hirðuleysi (stórfellt gáleysi) lagt alveg að jöfnu við ásetningsbrot. f danskri löggjöf er komin nokkur festa á sambærilegt hugtak (skattesvig). f skattekontrollov, sbr. nýlega breyt- ingu nr. 539/1971 (nú 1. nr. 37/1972), er gerður skýr greinarmunur á ásetnings- og gáleysisbrotum. Aðeins ásetningsbrot eru talin til skatt- svika í lagamerkingu. Með 1. nr. 550/1971 var sú breyting gerð á dönsku hegningarlögunum, að bætt var inn nýju ákvæði (289. gr.), sem leggur fangelsi allt að 4 árum við stórfelldum skattsvikum (skatte- svig af særlig grov karakter), en um efnislýsingu brots er vitnað til 13. gr. í skattekontrolloven. Til einföldunar þykir rétt að einskorða það, sem á eftir segir um þetta efni, við ásetningsbrot skv. 48. gr. 1. nr. 68/1971, um tekjuskatt og eignarskatt. 2. Spurninguna í upphafi má skilja á tvo vegu. Annars vegar: Verða skattsvik að óbreyttum lögum heimfærð undir 248. gr. eða annað ákvæði XXVI. kafla alm. hgl. (de lege lata) ? Og hins vegar: Er fært að breyta lögum á þann veg, að skattsvik séu talin til fjársvika eða lögfest nýtt ákvæði þar um í XXVI. eða XXVII. kafla alm. hgl. (de lege ferenda) ? 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.