Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Qupperneq 22

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Qupperneq 22
hgl. er rætt um brot framin í auðgunarskyni. í greinargerð er þetta atriði svo skilgreint sem ásetningur .. . að afla sér eða öðrum fjár- vinnings o. s. frv. 2. Skilyrði 243. gr., eins og það er nánar skýrt í greinargerð, er ofið saman úr hlutrænum og hugrænum þáttum. 1 B. 1. hér að framan var stuttlega fjallað um hlutrænu þættina, þ. e. efnislega skerðingu á fjár- skiptagrundvellinum, er leiðir til ólögmætrar fjármunayfirfærslu. Eftir er að kanna nánar, hver hin huglæga afstaða til þessara atriða sé. 1 lið C. var nokkuð fjallað um tengsl hlutrænna og hugrænna þátta á sögulegum grundvelli. 3. Leysa þarf úr því, hvort auðgunartilgangur feli í sér einhverjar hugrænar kröfur umfram almennar ásetningskröfur. Annars vegar mætti hugsa sér kröfu um ákveðna (fjarlægari) hvöt (motiv) til verknaðar, hinn endanlega aflvaka (undirrót) hans. Enginn ágrein- ingur er um, að slík krafa verður ekki gerð, sbr. m. a. Hurwitz, Speciel del, bls. 367 og 391; Johs. Andenæs, Formuesforbrytelsene, bls. 23. Hið endanlega takmark verknaðar getur verið mjög virðingarvert, t. d. peningastuldur til að hjálpa nauðstöddum. Það breytir engu um sak- næmi brots, en getur haft áhrif á ákvörðun refsingar, sbr. 70. gr. 7. tl. 1. mgr. alm. hgl. Það breytir heldur engu um saknæmi þjófnaðar, þótt hann sé framinn af kynferðislegum hvötum, t. d. ef kvennærfötum er stolið af snúru, þar sem þau veita tökumanni kynferðislega ánægju (fetichisme). Verknaður kann að hafa fleiri en eitt álíka verkandi takmark. Dæmi: A tekur hlut að ófrjálsu bæði til að angra eigandann og til að nýta hann sjálfur. Þetta er þjófnaður. Algengast er, að auðgunarhvatir búi að baki auðgunarbrotum. Hins vegar mætti skilja auðgunartilgang sem aukinn ásetning (til- gang, vilja til að fá einhverju framgengt). Hér mætti spyrja: Er það ekki augljóst, að auðgunartilgangur táknar aukinn ásetning, því að ella nægði ásetningsskilyrði 18. gr.? Svo þarf þó ekki að vera, því að 243. gr. felur einkum í sér hlutræna efnisþætti, sem ásetningur þarf að taka til (hlutrænt auðkenni). Ásetningsskilyrði 18. gr. gæti auð- vitað ekki nægt eitt sér. Þá gæti gertæki talizt til þjófnaðar. 1 greinargerð með 243. gr. alm. hgl. er beinlínis tekið fram, að með skilyrðinu sé átt við þann ásetning (huglægur þáttur) brotamanns að afla sér eða öðrum fjárvinnings á þann hátt, að annar maður bíði ólöglega fjártjón að sama skapi (hlutrænir þættir). Sú hugræna tak- mörkun, sem felst í 243. gr. alm. hgl., lýtur eingöngu að andlagi ásetn- ingsins, en ekki að ásetningsstigi (tegund). Allar tegundir ásetnings nægja. Ásetningur þarf að taka til hlutrænna atriða, sem ekki eru 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.