Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Blaðsíða 43
einkaréttur strandríkisins innan þessa svæðis bæði til nýtingar auð- linda hafsins þar og hafsbotnsins.22) Verður því að teljast líklegt, að lausn, sem byggist á þessum forsendum, verði samþykkt af Hafréttar- ráðstefnunni, annaðhvort á fundum hennar í Caracas 1974 eða á 3. fundi hennar í Vínarborg 1975. Enn eykur það líkur á slíkri niður- stöðu mála, að allsherjarþing S.Þ. samþykkti bæði 1972 og 1973 álykt- unartillögu um yfirráð ríkja yfir náttúruauðlindum og hlutu tillögur þessar yfir 100 atkvæði. í tillögum þessum staðfesti allsherjarþingið „óskoraðan rétt ríkja til yfirráða yfir öllum náttúruauðlindum þeirra, á landi innan alþjóðlegra landamæra þeirra, í hafsbotninum innan lögsögu þeirra og í hafinu þar yfir.“23) Með þessum ályktunum hafa meir en % hlutar ríkja S.Þ. raunveru- lega veitt auðlindalögsögu strandríkisins óskorað fulltingi sitt. Með þessa yfirlýsingu allsherjarþingsins í huga og aðra svipaða atburði á alþjóðavettvangi, virðist varla vera mikill efi á því, að innan skamms muni slík auðlindalögsaga orðin hluti hins nýja þjóðaréttar hafsins, annað hvort fyrir atbeina alþjóðasamnings, sem frá Hafréttarráð- stefnunni kemur, eða, ef hún mistekst, á grundvelli einhliða útfærslu fjölmargra ríkja.24) Tvo mikilvæga fyrirvara er þó nauðsynlegt að gera í þessu efni: Að einkaréttarlögsaga strandríkisins taki einungis til auðlinda, en skerði ekki siglingafrelsi eða aðra þætti frelsis hafsins. Síðari fyrir- varinn er sá, að ytri mörk auðlindalögsögunnar verði 200 mílur að há- marki, svo að kenning Seldens um Mare Clausum verði ekki lífi gædd á nýjan leik eða ótti Ambassadors Pardo um skiptingu allra heims- hafanna gerður að veruleika. 6. Hagsmunir annarra ríkja en strandríkja Kostir útfærslu fiskveiðilögsögu strandríkisins eru því í stuttu máli þessir: (a) Að því er varðar verndun fiskimiða mun útfærsla lögsög- unnar hafa tvímælalaus jákvæð áhrif, þar sem ábyrgðin á lögfestingu verndarreglna hvílir nú á strandríkinu í stað alþjóðanefnda. (b) Fram- leiðni í sjávarútvegi mun vaxa, þar sem strandríkinu er nú kleift að koma í veg fyrir umfram fjárfestingu í fiskveiðigeiranum og beita þar mun meiri hagræðingu en ella. (c) Unnt verður að nýta auðlindir hafsins í heild á mun skynsamlegri hátt en fyrr og auka aflamagnið, þar sem það er greinilega í hag strandríkisins að veita erlendum þjóðum leyfi til veiða þeirra fiskitegunda, sem það sjálft hefur ekki 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.