Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Blaðsíða 55

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Blaðsíða 55
STOFNUN RÍKISSTARFSMANNADEILDAR Á framhaldsaðalfundi Lögfræðingafélagsins, sem haldinn var á Hótel Loft- leiðum 24. janúar s.l., var samþykkt breyting á félagslögum. Var bætt í lögin sérstökum kafla um félagsdeildir. Felst í þessari breytingu, að stofnuð hefur verið ríkisstarfsmannadeild til að fara með kjaramál. Heimilt er að stofna fleiri deildir. Þessi lagabreyting var eina dagskrármálið á framhaldsaðal- fundinum, og urðu um hana nokkrar umræður. Að lokum var hún samþykkt samhljóða. Aðalfundur hinnar nýstofnuðu ríkisstarfsmannadeildar var haldinn í Lög- bergi 25. febrúar s.l. Formaður félagsins ræddi þar hið nýja skipulag þess, en Magnús Thoroddsen, sem þá hafði tekið við formannsstörfum í samn- inganefnd við fjármálaráðuneytið, gerði grein fyrir samningaviðræðunum. Þá var kosin stjórn og ný samninganefnd. í stjórn ríkisstarfsmannadeildar voru kosnir: Stefán Már Stefánsson (formaður), Valtýr Sigurðsson og Jón Thors. Varamaður var kosinn Ólafur Björgúlfsson. í samninganefnd vegna sérsamn- inga við fjármálaráðuneytið vegna laga nr. 46/1973 voru kosnir: Magnús Thoroddsen, Friðgeir Björnsson, Þórhallur Einarsson, Jón Thors, Þorleifur Pálsson, Kristinn Ólafsson og Ólafur Björgúlfsson. Til vara: Jakob V. Hav- steen, Axel V. Tulinius, Már Pétursson, Jón Ingimarsson og Axel Ólafsson. Eins og getið hefur verið um hér í tímaritinu, m. a. í 3. hefti 1973 bls. 32, hafa nokkrir skipulagserfiðleikar orðið vegna laga nr. 46/1973. M. a. var stofnað Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins. Eins og fram kemur í frétt um BHM í 4. hefti 1973 fannst lausn á þeim vanda, er þetta skapaði, og hafa stjórnarráðsmenn starfað í samninganefnd Lögfræðinga- félagsins. Sýslumenn, ráðuneytisstjórar og nokkrir aðrir lögfræðingar vildu ekki, að laun þeirra og önnur kjör yrðu ákveðin með samningum eftir lögum nr. 46/1973; og sögðu sumir þeirra sig úr Lögfræðingafélaginu af þeim sök- um. Eftir stofnun ríkisstarfsmannadeiidarinnar er unnt að vera í félaginu, en vera þó utan kjarasamningakerfisins. Með bréfi 17. apríl s.l. tilkynnti for- maður Sýslumannafélags íslands, að stjórn þess félags hefði 5. apríl sam- þykkt að mæla með því við félagsmenn, að þeir væru félagar í Lögfræðinga- félaginu. — Um störf ríkisstarfsmannadeildar ræðir í öðrum fréttagreinum hér í heftinu. Þór Vilhjálmsson ÞRÍR FRÆÐAFUNDIR Skaðabætur utan samninga í flutningarétti nefndist fyrirlestur, sem Páll Sig- urðsson dósent flutti á fræðafundi í Lögfræðingafélaginu 4. febrúar s.l. Að erindinu loknu urðu umræður, og tóku þá til máls: Bjarni K. Bjarnason borgar- dómari, Valgarð Briem hrl., Már Pétursson héraðsdómari og Þór Vilhjálms- son prófessor. Umboðsmaður Alþingis kallaðist fyrirlestur, sem Sigurður Gizurarson hrl. flutti á fræðafundi 21. febrúar, en Sigurður vann að samningu frumvarps um þetta efni, sem lagt var fram á síðasta Alþingi. I umræðum um erindið tóku þátt: Páll S. Pálsson hrl., Jónatan Þórmundsson prófessor, Þór Vilhjálmsson prófessor, Hrafn Bragason borgardómari, Tómas Gunnarsson hrl. og Björn Þ. Guðmundsson borgardómari. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.