Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 13
Hér á eftir verður fjallað stuttlega um skilyrði þess, að skaðabóta- réttur skerðist vegna þess að slasaði hefur ekki notað hjálm, hlífðar- gleraugu eða sambærilegan öryggisbúnað. Umræðuefnið verður tak- markað við tilvik, þar sem slasaði á enga aðra sök á tjóni en þá að hafa ekki búnað þennan. Einnig verður rætt um lagarök fyrir slíkri skerðingu og undantekningarreglu, sem felst í 2. málsl. 3. mgr. 67. gr. umferðarlaga. Hins vegar verður ekki gerð sérstök grein fyrir bóta- ábyrgð vinnuveitanda gagnvart starfsmönnum vegna tjóns, sem rekja má til skorts á öryggisbúnaði af þessu tagi. 2. SKILYRÐI SKERÐINGAR BÖTARÉTTAR Líta má á það sem áhættutöku að nota ekki hjálm, augnhlíf eða öryggisbelti við hættulegar aðstæður, þar sem verulegar líkur eru á að þessir hlutir geri gagn. Áhættutaka leiðir almennt til þess, að skaðabótaréttur, sem ella væri fyrir hendi, glatast alveg. Dæmi eru ekki til þess, að dómstólar hér á landi hafi fellt háttsemi þessa undir áhættutöku. Hins vegar hafa þeir skipt sök, eins og áður segir. Verð- ur hér lagt til grundvallar, að um vanrækslu í þessu efni fari eftir réglum skaðabótaréttar um eigin sök tjónþola. Bótaréttur tjónþola, sem ekki notar hjálm eða annan öryggisbúnað, skerðist ekki nema að uppfylltum tveimur skilyrðum. I fyrsta lagi verður að vera leitt í ljós, að búnaðurinn myndi hafa komið í veg fyrir slysið eða dregið úr afleiðingum þess, sbr. Hrd. 1970, 97, héraðsd. 109, en þar segir, að dómurinn álíti, að hlífðarhjálmur hefði dregið veru- lega úr meiðslum stefnanda eða alveg komið í veg fyrir slys. Sbr. og Hrd. 1976, 489, héraðsd. 500, en þar telur dómurinn að hlífðargleraugu eða andlitshlíf hefði komið í veg fyrir slysið. Sönnunarbyrðin um orsakatengsl að þessu leyti hvílir á hinum bótaskylda. Er stundum álitamál hve ríkar kröfur beri að gera til sönnunar. 1 Hrd. 1978, 387 féllst nieiri hluti Hæstaréttar ekki á kröfu um sakarskiptingu vegna dauðaslyss. Segir í dómi, að sá, sem bóta var krafist eftir, hafi látist vegna áverka á höfði. Að öðru leyti sé ekki leitt í Ijós, hvar áverkinn var eða hvernig honum var háttað. Verði því ekki fullyrt, að það hefði nokkru breytt um afleiðingar af fallinu, þótt slasaði hefði borið öryggishjálm. Minni hluti Hæstaréttar (einn dómenda) gekk ekki eins langt í sönnunarkröfum. Segir í sératkvæði hans, að telja verði veru- legar líkur á því, að drégið hefði úr afleiðingum falls slasaða, ef hann hefði haft öryggishjálm á höfði. I öðru lagi er það skilyrði skerðingar bótaréttar, að meta megi slas- 187
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.