Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Side 29

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Side 29
ekki ástæða til að ætla, að sökunautur kunni að hafa þau áhrif á vitni eða matsmann, að það eða hann segi ekki afdráttarlaust sannleikann, eða návist hans kunni að torvelda rannsókn málsins, svo sem vegna færis sökunauts til undanskots sakargagna eða til þess að dylja sann- leikann með öðrum hætti. Um samprófun fyrir dómi, sjá 5. mgr. 77. gr. oml. 7) Sakborningur á ekki sjálfstæðan rétt til að kynna sér gögn máls- ins umfram það, sem rannsóknaraðilar telja óhætt eða æskilegt að kynna honum, sjá þó 2. mgr. 86. gr. oml., sbr. 15. gi’. 1. 107/1976. Dóm- ari kynnir sökunaut efni þeirra skjala, er varða sakargögn í opin- beru máli, þegar er hann telur það mega verða án hættu á því, að vitneskja sökunauts um þau verði notuð til þess að torvelda eða seinka rannsókn máls, og ávallt eigi síðar en í lok rannsóknar, sbr. 78. gr. oml. Á þessa skyldu dómara reynir nú lítt fyrr en eftir málshöfðun, sbr. einnig 121. gr. oml. 8) Yfirheyrslur skulu mótast af tveimur meginsjónarmiðum: a) Að leiða hið sanna og rétta í ljós í hverju máli og rannsaka jöfnum höndum þau atriði, sem benda til sektar sakaðs manns og sýknu, sbr. 39. gr. oml. b) Að beita heiðarlégum og hófsamlegum yfirheyrsluað- ferðum jafnt við sakborninga sem vitni. Spurningar lögreglumanna skulu vera skýrar, stuttar og ótvíræðar. Ekki mega þeir reyna með nokkrum hætti að rugla skýrslugjafa, vitni eða sökunaut, með ósannindum eða á annan hátt, þannig að hætta sé á, að hann svari rangt eða viti miður en ella, hverju svara skal. Óheim- ilt er t.d. að ségja sökunaut, að félagi hans sé búinn að játa, ef svo er ekki. Ekki má heldur beita sökunaut ólögmætri þvingun í orði eða verki, t.d. hótun um gæzluvarðhald, né gefa honum fyi’irheit um íviln- anir eða fríðindi, ef hann meðgangi, enda séu slík fyrirheit ólögleg eða það sé ekki á valdi lögreglumanns að veita þau, sbr. 1. mgr. 38. gr. og 2. mgr. 40. gr. oml. Skulu nefnd nokkur dæmi. Lögreglumaður má ekki segja sakborningi, að hann sleppi við refsingu fyrir tiltekið brot, ef hann játar, eða hljóti vægari dóm, t.d. skilorðsdóm. Hins vegar má lögreglumaður benda sakborningi á þau ákvæði laga, sem geti orðið honum til hagsbóta, ef hann hefur brotið af sér og skýrir hreinskiln- islega frá öllum atvikum, sbr. 9. tl. 1. mgr. 74. gr. hgl. (refsilækkunar- heimild). Lögreglumaður má ekki, jafnvel þótt hann sé spurður, full- yrða eða gefa í skyn, að játning útiloki gæzluvarðhald. Aðspurður get- ur lögreglumaður sennilega sagt, eins og satt ei', að meiri líkur séu á gæzluvarðhaldi, ef játning komi ekki fram. Heppilegast er þó að gefa sem minnst svör við slíkum spurningum sökunauta, þar sem svör 203

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.