Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 16
kveðið svo á í lögum, að bótaréttur tjónþola, sem ekki notaði slíkan búnað, skertist ekki vegna þeirrar vanrækslu. Islenska ákvæðið um þetta er í 3. mgr. 67. gr. umferðarlaga, sbr. 1. kafla hér að framan. Áðurgreind rök, er notuð voru til stuðnings hinum nýju sérákvæð- um um óskertan bótarétt, þótt tjónþoli noti ekki öryggisbúnað, eru mót- uð af viðhorfum, sem í seinni tíð hafa komið fram um almennu regluna um eigin sök. Bent hefur verið á, að í reynd sé verulegur munur á, hvernig sakarreglan og almenna reglan um eigin sök tjónþola gegni hlutverkum þeim, sem skaðabótareglur eru almennt taldar gegna. Reglan um eigin sök gegni ekki bótahlutverki skaðabótaréttar, þar sem hún valdi því, að bætur verði minni en ella eða jafnvel engar. Að því er varðar það hlutverk að dreifa fjárhagslegri byrði af tjónsatburð- um á margar herðar, dreifingarhlutverkið, er það að segja, að reglur um ábyrgð á sakargrundvelli hafa þau áhrif að létta tjónsbyrðinni af tjónþola. Sá, sem bótaskyldur er, hefur venjulega færi á að jafna tjón- inu niður, annaðhvort vegna þess að hann hefur ábyrgðartryggingu eða með öðrum aðferðum. Reglan um eigin sök hefur alveg gagnstæð áhrif. Ef sök er skipt, ber tjónþoli hluta tjónsins sjálfur og á þess yfir- leitt ekki kost að dreifa kostnaðinum af því á aðra. Samkvæmt því vinnur reglan um eigin sök tjónþola gegn dreifingarhlutverkinu, þégar sá bótaskyldi getur dreift tjóninu með ábyrgðartryggingu eða á annan hátt, en tjónþoli er óvátryggður. Um varnaðarhlutverkið er sagt, að vafasamt sé, að skerðing vegna eigin sakar tj ónþola hafi varnaðaráhrif, a.m.k. þegar um er að ræða slys á mönnum. Eigi sé sennilegt, að til- hugsunin um sakarskiptingu hafi áhrif á gerðir manna, sem ekki sýna aðgæslu þrátt fyrir hættuna á líkamsmeiðslum og þeim hræði- legu afleiðingum, sem þau geta haft í för með sér. Loks er það hlut- verk skaðabótaréttar að flytja tjón frá einum aðila til annars. Það telja ýmsir eina hlutverkið, sem réttlæti regluna um eigin sök tjón- þola. 1 lækkun bóta vegna sakar tjónþola felst, að einungis hluti tjóns- ins flyst yfir á þann, sem bótaskyldur er. Hinn hlutann ber tjónþoli sjálfur. Með þessu móti er talið, að eðlilegt jafnvægi náist milli sakar og tjóns, enda eigi sekur tjónþoli ekki kröfu til að njóta sömu réttar- verndar og saklaus, sbr. upphaf 3. kafla hér á undan. Starfshópur Norræna umferðaröryggisráðsins var, svo sem fyrr segir, á annarri skoðun, en hann taldi skiptingu eftir sök ekki réttláta, þegar tjón- valdur væri vátryggður en tjónþoli ekki (Um það, sem hér greinir um hlutverk skaðabótareglna, sjá nánar Jan Hellner. Skadestándsrátt. 3. útg. Stockholm 1976, bls. 171-2 og P.S. Atiyah. Accidents, Compensa- tion and the Law. 2. útg. London 1975, bls. 135). 190
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.