Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 33
gæzlumann (verjanda) og tekur því ekki samkvæmt orðanna hljóðan til talsmanns, er sökunautur ræður á sinn kostnað.6) Þótt ákvæði 14. og 15. gr. 1. 107/1976 séu bundin við rannsókn máls hjá rannsóknar- lögreglu, má vafalítið beita þeim (með lögjöfnun) um rannsókn hjá almennu lögreglunni eða öðrum stjórnvöldum, ef þörf þykir. Um dóms- rannsókn eiga síðastgreind ákvæði ekki við. Þeirra er þá síður þörf, sbr. ákvæðin í 3. mgr. 80. gr. og 1. mgr. 86. gr. oml. í reynd getur sakborningur haft nokkur áhrif á það, hvort skipaður er réttargæzlumaður og að hvaða marki hann eða ráðinn talsmaður fær að vera viðstaddur yfirheyrslur, með því að gera þessi atriði að skilyrði fyrir skýrslugjöf sinni. 10) Sökunautur á rétt til ákveðins trúnaðar af verjanda sínum eða réttargæzlumanni, m.a. til þess að geta rætt við hann í einrúmi, meðan hann er í vörzlu lögreglunnar eða í gæzluvarðhaldi, nema dómari hafi sérstakt tilefni til að telja hættu á, að rannsókn torveldist fyrir það, sbr. 1. mgr. 86. gr., sbr. 2. gr. 1. 53/1979, og 94. gr. oml. Þótt 1. mgr. 86. gr. oml. sé miðuð við dómsrannsókn, verður hún vafalaust talin eiga við, þegar lögreglan annast frumrannsókn máls. Verður að ætla, að 1. 53/ 1979 séu á þeirri forsendu byggð. Sennilega má fá úrskurð dómara, ef ágreiningur verður um þetta atriði, meðan lögreglurannsókn stendur yfir. Ætlazt er til, að sérstakt tilgreint tilefni sé til að banna sam- ræður í einrúmi, sbr. greinargerð við 2. gr. 1. 53/1979. Orðalagsbreyt- ing sú, sem gerð var með 2. gr. 1. 53/1979, felur tæpast í sér rýmri rétt fyrir sökunaut en viðurkenndur hefur verið í réttarframkvæmd.7) 11) Sökunautur á ekki fortakslaust heimtingu á, að rannsókn bein- ist að tilteknum sakaratriðum, er máli geta skipt, sbr. eldra ákvæði 2. mgr. 73. gr. oml., sem fellt var niður með 1. 107/1976. Sjálfságt er þó eftir sem áður rétt að fara eftir slíkum ábendingum sakbornings, enda má segja, að það helgist af reglum 39. gr. og 75. gr. oml. um hlutlæga rannsókn á öllum málsatvikum. 12) Sakborningi er óskylt að ljá rannsóknaraðilum atbeina sinn við rannsókn máls gegn sér, nema bein lagaskylda sé til þess að hlíta rann- sóknaraðgerðum, t.d. um sakbendingu (35. gr. oml.), líkamsrannsókn, sem gerð verður á sökunaut heilsu hans að meinalausu (54., sbr. 56. gr. 6) Margt er óljóst um réttarstöðu ráðins talsmanns skv. 3. mgr. 81. gr. ortil. Þar sem dóm- ari þarf að samþykkja ráðningu, er eðlilegt, að slikur talsmaður teljist liafa svipuð réttindi og skyldur sem skipaður talsmaður, sbr. einnig Ragnar Aðalsteinsson, „Réttar- staða sökunauts og réttindi og skyldur verjenda", Úlfljótur, 2. tbl. 1978, bls. 105. 7) Sjá JÓ7i A. Ólafsson, „Réttarstaða sakaðra manna", Tímarit lögfr. 2. hefti 1979, bls. 86. 207
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.