Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 53

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 53
fræðirita f réttarsögu og með því að stuðla að auknum bókakaupum íslenskra rannsóknarbókasafna um réttarsöguleg málefni. 2) Að efla réttarsögukennslu við Háskóla íslands og utan hans. 3) Að kynna fræðigreinina og niðurstööur nýrra rannsókna fyrir félags- mönnum og öðrum, m.a. með erindafiutningi og fræðslufundum. 4) Að annast eða hlutast til um útgáfustarfsemi á þessu sviði, eítir því sem föng eru á, fyrst og fremst í samvinnu við rannsóknarstofnanir eða bókaútgefendur. 5) Að efla kynni og samstarf við erlenda réttarsögufræðinga, tengsl við erlendar rannsóknarstofnanir á þessu sviði og síuðla að þátttöku is- lendinga á ráðstefnum réttarsögufræðinga.“ Allir áhugamenn um réttarsögu eiga rétt á að vera félagsmenn. Félagsgjald er nú kr. 400.00 og eru útgáfurit félagsins innifalin í því. Félagar eru nú um 75 talsins. Á vegum félagsins hafa verið haldnir allmargir fræðafundir og hafa sum framsöguerindin síðar birst í ritum félagsins eða munu væntanlega birtast þar. Félagið stóð, ásamt nokkrum öðrum fræðafélögum, að ráðstefnunni ,,Lúther og íslenskt þjóðlíf", sem haldin var þ. 4.-5. nóvember 1983, og á vegum þess voru flutt þar nokkur réttarsöguleg erindi. Haustið 1984 bauð félagið til landsins prófessor Mons Nygard frá Bergen og hélt hann fyrirlestur á vegum þess um „norsk sjpbruksrett i historisk lys“, sem væntanlega mun birtast síðar í ritröð félagsins. Þegar þetta er ritað hafa eftirtalin rit birst I ritröðinni: 1. Páll Sigurðsson: Efling réttarsögunnar. 2. Haraldur Matthíasson: Um staðfræði Landnámabókar. 3. Davlð Þór Björgvinsson: Breytingar á refsilöggjöf á upplýsingaöld á íslandi. 4. Ögmundur Helgason: Um barnaagann á síðari hluta 18. aidar og 19. öld. 5. Páll Sigurðsson: Dönsku og Norsku lög í 300 ár. 6. Guðmundur Ólafsson: Rannsóknir á hinum fornu héraðsþingum. 7. Björn Björnsson: Fjölskyldan í lútherskum sið. 8. Ólafur Ásgeirsson: Kirkjueignir, rekstur þeirra og stjórn. 9. Davið Þór Björgvinsson: Stóridómur. 10. Jón Gíslason: Hin fornu mörk. 11. Páll Sigurðsson: Athuganir á framkvæmd líflátshegninga og á aftöku- stöðum og aftökuörnefnum á íslandi — utan alþingisstaðarins við Öxará. 12. Bjarni Sigurðsson: Frá goðgá til guðlasts. 13. Skjöl embættismanna um refsingar á íslandi um miðja 18. öld (Gunnar F. Guðmundsson annaðist útgáfuna). 14. Páll Sigurðsson: Stjórnarlög og stjórnskipun Nýja-íslands, nýlendu ís- lenskra landnema í Kanada. Innan skamms mun birtast rit eftir dr. Þóri Kr. Þórðarson, prófessor, um fornlög Gyðinga og grannþjóða þeirra. Útgáfurit félagsins hafa eigi verið seld á almennum markaði en fást hjá félaginu. Upplag þeirra er mjög takmarkað. Núverandi stjórn félagsins skipa: Dr. Páll Sigurðsson, dósent (formaður); Davið Þór Björgvinsson, sagnfræðingur; Gunnar F. Guðmundsson, sagnfræð- 227
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.