Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Síða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Síða 26
ingar mundu baka honum refsiábyrgð, sjá 1. mgr. 143. gr. hgl. og Hrd. LII, bls. 430 (465-466), sbr. þó gáleysisákvæði 144. gr. hgl. að því er dómsskýrslui' varðar.1) Ef sökunautur er spurður um samsökunauta sína, er ekki unnt að líta á hann sem vitni að viðlagðri vitnaábyrgð, því að slíkar upplýsingar hljóta að varða sökunaut sjálfan beint eða óbeint.2) Meiri vafi er um stöðu manns, sem hlotið hefur endanlegan dóm og er yfirheyrður um þátt samsökunauta sinna. Væntanlega gildir þó sama regla, m.a. vegna heimildar til endurupptöku máls, sbr. 191. gr. oml. II. MEGINATRIÐI I RÉTTARSTÖÐU SAKBORNINGS. 1) Andmælareglan. Sakborningur hefur svipað og stefndur í einka- máli rétt til þess að kynna sér kæruefni, gögn, kröfur og rök andstæð- ingsins (ákæruvalds og lögreglu) og taka til varna sjálfur eða með aðstoð (löglærðs) talsmanns. Þessi réttur er verulegum takmörkun- um háður á rannsóknarstigi, en er að mestu í heiðri hafður eftir máls- höfðun. Reglan er nátengd jafnræðisreglunni. 2) Mótspyrnureglan. Sakborningi er óskylt að ljá atbeina sinn við rannsókn máls gegn sér, nema bein lagaskylda sé til þess, sbr. 35. gr. 1. mgr. 2. tl. 2. mgr. (sakbending), 54. gr., 57. gr.,3) 75. gr. 2. mgr. 2. tl. d. oml. Auk þess má sakborningur innan ákveðinna marka tálma rannsókn með beinum aðgerðum sér að refsilausu, sbr. m.a. 3. mgr. 112. gr. og 3. mgr. 162. gr. hgl., sbr. Hrd. LI, bls. 89 (129, 630). 3) Skylda að hlíta þvingunarráðstöfunum. Sakborningur verður að þola takmarkanir á frelsi sínu og eignaumráðum, ef tiltekin skilyrði eru fyrir hendi, svo sem handtöku, gæzluvarðhald, leit og hald. 4) Réttur til skaðabóta vegna ólögmætra þvingunarráðstafana. Um skilyrði bótaréttar er fjallað í XVIII. kafla oml., og verða því efni gei'ð skil á öðrum stað. 5) Refsivernd og önnur úrræði sakborningi til hlífðar. Minni háttar frávik frá réttri framkvæmd sæta oft vítum eða aðfinnslum í dómi, sbr. Hi'd. XXXII, bls. 470, 724. Þau kunna líka að leiða til áminningar af hálfu yfirboðara, sbr. 2. mgr. 38. gi'. oml. Annmarkar á dómsúr- skurði, t.d. um gæzluvarðhald, geta leitt til ómerkingar hans í Hæsta- 1) Jónatan Þórmundsson, „Rangur framburður fyrir rétti", Úlfljótur, 2. tbl. 1978, bls. 92 og 97-98. 2) Um sönnunargildi skýrslna, sem samsökunautar gáfu í öSru máli, sjá Ilrd. LIV, bls. 1997. 3) Sbr. rgj. 152/1979 um töku, meðferð og geymslu fingrafara og ljósmynda bjá lögreglu. 200

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.