Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Side 31

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Side 31
sviptingu lýkur. Erfitt er þó að ákveða mörkin í þessu efni. Lögmanna- félag Islands hefur látið útbúa eyðublað fyrir lögmenn til notkunar vegna réttargæzlu. Skal þar gera grein fyrir vinnuframlagi og þóknun réttargæzlumanna. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur með bréfi frá 11. janúar 1984 óskað eftir því, að löggæzluyfirvöld staðfesti þann tíma, sem lögmaður „er til staðar vegna réttargæzlu“. Lögmaður þarf sjálfur að fá ákvörðun dómara um þóknun, sbr. 3. mgr. 86. gr. oml., en embætti því, sem mál hefur til meðferðar og kallar til lögmann, ber að sjá um greiðslu. Til þess getur komið, að réttargæzlu sé lokið, áður en skipun réttargæzlumanns fer fram. Óhætt er að segja, að framkvæmd þessa ákvæðis hefur reynzt miklum vandkvæðum bundin, og er enn óvíst, hvernig til tekst með hið nýja fyrirkomulag. Nokkur bréfaskipti hafa átt sér stað síðan í janúar 1984 milli dómsmálaráðu- neytisins og embættismanna, sem hlut eiga að máli. Engin viðunandi lausn hefur fundizt enn sem komið er. Ágreiningur virðist bæði vera um það, á hvaða tímamarki fá megi skipaðan réttargæzlumann og þar með ákvörðun dómara um þóknun og hvernig standa beri að ákvörðun um þóknun fyrir réttargæzlu í þeim tilvikum, þegar ekki kemur til skipunar réttargæzlumanns. Eftir ósk sakbornings skal skipa honum verjanda, meðan hann sætir gæzluvarðhaldi, sbr. 1. tl. 2. mgr. 80. gr. oml. og Hrd. XLVII, bls. 482. Eftir setningu 1. 53/1979 hefur ákvæði þetta því aðeins sjálfstætt gildi að sökunautur sé úrskurðaður í gæzluvarðhald án þess að handtaka hafi á undan farið. Það er ekki fyrr en við uppkvaðningu úrskurðar, sem sökunautur öðlast þennan rétt. Verjandi getur þannig aðstoðað sökunaut við að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Ákvæði 3. mgr. 80. gr. oml. um skipun réttargæzlumanns án beiðni sakbornings eiga beinlínis við dómsrannsókn (fyrir málshöfðun), og er óljóst, hvort 2. tl. ákvæðisins verður beitt, meðan mál er í lögreglu- rannsókn, sbr. athugasemdir Einars Arnórssonar við 80. gr. Ákvæði þetta hefur nú takmarkað gildi vegna breyttra laga. Sakborningi er ætíð heimilt að ráða sér talsmann á sinn kostnað, sbr. 3. mgr. 81. gr. oml. Þótt ákvæði þetta sé miðað við meðferð máls fyrir dómi, gildir sama regla við lögreglurannsókn samkvæmt grundvallar- sjónarmiðum andmælareglunnar, sbr. einnig athugasemdir Einars Arn- órssonar við 80. gr. Eftir 5. mgr. 80. gr. oml., sbr. 14. gr. 1. 107/1976, er dómara heimilt að skipa sakborningi réttargæzlumann við rannsókn máls hjá rann- sóknarlögreglu, þegar svo stendur á sem segir í 2. og 3. mgr. 80. gr., eftir því sem þær eiga við. Ákvörðun um skipun byggist því á mati 205

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.