Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Qupperneq 14

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Qupperneq 14
aða það til gáleysis að nota ekki öryggisbúnað. Við gáleysismat myndi farið eftir sömu sjónarmiðum og almennt gilda um mat á sök tjónþola sjálfs. Á ungan og lítt reyndan verkamann yrði því að jafnaði ekki lögð sök, þótt hann léti undan fallast að nota slíkan búnað, sem tiltækur er á vinnustað. Enn síður myndi sök verða skipt, ef viðvaningur í vinnu hjá öðrum hlutast ekki um að afla sér öryggisbúnaðar eða lætur hjá líða að kvarta undan öryggisskorti, sbr. Hrd. 1961, 793. Almennar reglur um sakarmat leiða til þess, að sök yrði felld á tjónþola, sem sinnir ekki öryggisreglum, enda þótt hann hafi sérþekkingu eða starfs- reynslu í því starfi, sem slys ber að höndum við, sjá fyrrgreinda dóma í Hrd. 1970, 97 og Hrd. 1976, 489. Einnig má benda á sératkvæði í áð- umefndum dómi í Hrd. 1978, 387, en þar segir, að þegar litið sé til verkmenntunar slasaða, verði að telja, að honum hafi borið að sjá til þess, að fyllsta öryggis væri gætt og nota nauðsynlegan öryggisbún- að. Með vísun til þess taldi dómari sá, sem greiddi sératkvæði, rétt að leggja % sakar á slasaða. 3. LAGARÖK, BREYTINGAR Á NORRÆNUM REGLUM UM SÖK TJÓNÞOLA Skerðing bótaréttar sökum vanrækslu tjónþola á að nota öryggis- búnað til varnar slysum er í samræmi við hina hefðbundnu megin- reglu um eigin sök tjónþola. Reglan er í fullu samræmi við sakarregl- una og til sanns vegar má færa, að sömu rök liggi til grundvallar báð- um reglunum. Lögfræðingar hafa því lengi talið réttmætt að líta sömu augum á sök tjónvalds og tjónþola, sem er meðvaldur að tjóns- atburði eða lætur hjá líða að gera eðlilegar ráðstafanir til að draga úr afleiðingum tjóns. Sagt hefur verið, að meginröksemd að baki regl- unnar um eigin sök tjónþola sé sú, að sekur tjónþoli eigi ekki kröfu til að njóta sömu réttarverndar og tjónþoli, sem hefur ekki átt neinn þátt í atvikum, sem leiddu til tjóns (A. Vinding Kruse. Erstatnings- retten, 3. útg. Khöfn 1976, bls. 370). Á vegum Norræna umferðaröryggisráðsins (Nordisk trafiksikker- hedsrád) var unnið að undirbúningi lagaákvæða um skyldu til að nota öryggisbelti í bifreiðum og hjálma við akstur bifhjóla (þ.ám. léttra bifhjóla). Árin 1973 og 1974 voru birtar álitsgerðir starfshóps, sem ráðið fól að kanna þetta mál. Niðurstöður starfshópsins voru þær, að hann mælti með, að mönnum væri gert skylt að nota öryggisbúnað þennan, en vanræksla í því efni ætti þó ekki að leiða til lækkunar eða niðurfellingar skaðabóta. Helstu rök starfshópsins fyrir því, að slík 188

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.