Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Qupperneq 32

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Qupperneq 32
2.3 Sök tjónþola Hér að framan hefur verið lagt til grundvallar, að vátrygging sjó- manna eftir siglingalögum sé slysatrygging eins og var í gildistíð eldri laga. Telja verður óheppilegt og villandi að orða upphafsákvæði 2. mgr. 172. gr. á þann veg sem gert er, þ.e. að útgerðarmanni sé skylt að kaupa tryggingu fyrir bótum, „er á hann kunna að falla samkvæmt 1. mgr.“, m.a. vegna þess að í 1. mgr. er ákvæði um lækkun eða brottfall bóta, ef sá, sem fyrir „slysi eða tjóni“ varð, sýndi „vítavert“ gáleysi. Eftir orðalagi og skipan bráðabirgðaákvæðis sigll. 1963 lék enginn vafi á því, að reglur um sakarskiptingu áttu ekki við um slysatrygging- una. Nú er vátryggingarskyldan hins vegar beinlínis tengd skaðabóta- ábyrgð útgerðai’manns eftir 1. mgr. 172. gr. og af því mætti álykta, að bótaréttur úr slysatryggingunni gæti skerst vegna eigin sakar tjón- þola. Eigi er ástæða til að ætla, að vakað hafi fyrir höfundum laganna að gera breytingu í þessa átt, og er ekkert í frumvarpinu, sem bendir til þess, að svo hafi verið. Verður því að telja, að bótaréttur vátryggðs eftir slysatryggingunni ráðist ekki af sakarskiptingarreglunni í 1. mgr. 172. gr., heldur af reglum vátryggingaréttar um áhrif þess, er vá- tryggður (eða slasaði) veldur vátryggingaratburðinum með saknæm- um hætti. Niðurstaðan verður því sú, að vátryggður heldur fullum rétti til slysatryggingarbóta, nema hann (eða sá, sem fyrir slysi varð) hafi valdið vátryggingaratburðinum af ásetningi eða stói’felldu gá- leysi, sbr. 18. gr. og 124. gr. laga nr. 20/1954 og vátryggingarskilmála fyrir atvinnuslysatryggingu sjómanna. Þótt menn geti e.t.v. verið sammála um framangreinda niðurstöðu, þ.e. að bótaréttur úr slysatryggingunni skerðist ekki eftir sakarskipt- ingarreglu 1. mgr. 172. gr., er ekki leystur allur vandi við skýringu á henni. Ef útgerðarmaður vanrækir að slysatryggja skv. 2. mgr. 172. gr., fellur hlutlæg ábyrgð á hann eftir 1. mgr. og hún mælir samkvæmt framansögðu fyrir um sakarskiptingu (eða jafnvel brottfall bótarétt- ar) vegna „vítaverðs" gáleysis tjónþola. Beri að skýra orðin „vítavert gáleysi“ svo, að þau taki m.a. til gáleysis, sem er minna en stórfellt gáleysi, ætti gild mótbára útgerðarmanns varðandi „vítavert“ gáleysi að leiða til þess, að tjónþoli hlyti minni rétt á grundvelli 1. mgr. 172. gr. en eftir reglum um slysatrygginguna. Sú niðurstaða er óviðunandi og samræmist ekki þeim tilgangi laganna að tryggja tjónþolum bætur, þótt slysatrygging hafi ekki verið keypt. Hvað sem því líður, myndi útgerðarmaður, sem vanrækir skyldu sína til kaupa á slysatryggingu, vera bótaskyldur samkvæmt almennum reglum vegna alls fjártjóns, sem af vanefndum hans leiðir. 246
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.