Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Qupperneq 53

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Qupperneq 53
réttarmálsins um það, hvort taka bæri búið til opinberra skipta. Þar sem hjúskapur málsaðiljanna hefði ekki verið lýstur markleysa, svo að bindandi væri fyrir íslenska dómstóla, bæri að taka búið til opin- berra skipta. Niðurstaða Hæstaréttar varð önnur. Rétturinn taldi, að synja bæri kröfu K um opinber skipti. Sagði Hæstiréttur það eitt í forsendum sínum, að með dómnum frá Alaska hefði „svonefndur hjúskapur“ þeirra M og K verið lýstur ógildur frá upphafi. Þá sagði orðrétt í dómi Hæstaréttar: „Dóm þennan verður að leggja til grundvallar í máli þessu. Verður þess vegna að hafna kröfu varnaraðilja um opinber skipti í skiptarétti Reykjavíkur á eigum málsaðilja". VI. Þótt Hæstiréttur hafi ekki verið margorður í rökstuðningi fyrir nið- urstöðu sinni í málinu, er dómurinn eigi að síður fyrir margra hluta sakir athyglisverður. Má hugsanlega af honum draga víðtækari álykt- anir en virðast kann við fyrstu sýn. Skal nú að því vikið nokkrum orðum: 1) Niðurstaða héraðsdóms virðist m.a. á því byggð, að svo sem sakarefni málsins var háttað („hjónin“ erlendir ríkisborgarar, en bæði búsett hérlendis og skilnaðarkrafa sett fram hér á landi), hafi með vísan til VII. kafla laga nr. 60/1972 borið að höfða mál til ógildingar á hjúskapnum fyrir dómi hér á landi. Af niðurstöðu Hæstaréttar leið- ir, að þessum rökstuðningi héraðsdóms var hafnað. Ekki var eins og stóð á skylt að höfða mál til úrlausnar um gildi hjúskapar málsaðilja fyrir dómi hér á landi. Er þessi niðurstaða fyllilega í samræmi við orða- lag 66. gr. laga nr. 60/1972, sem fjallar m.a. um lögsögu íslenskra dóm- stóla í hj úskaparmálum erlendra ríkisborgara.0) Má því segja, að í dóminum komi fram túlkun á lögsögureglum VII. kafla laga nr. 60/ 1972. 2) Af dómi Hæstaréttar er ótvírætt Ijóst, að erlendir ógildingar- dómar í hjúskaparmálum geta haft neikvæðar réttarverkanir hérlend- is. Af því leiðir, að mál til ógildingar á hjúskap verður ekki höfðað hér á landi, ef fyrir liggur gild úrlausn erlends dómstóls, sem til þess hefur verið bær að kveða upp dóm um sakarefnið, sbr. ummælin í dómi Hæstaréttar: „Dóm þennan verður að leggja til grundvallai- í máli þessu.“ Úrlausn erlends dómstóls um ógildingu hjúskapar er þá lögð til grundvallar (viðurkennd) hér á landi, þar sem slíkt kann að hafa þýðingu að lögum, ef fullnægt er þeim skilyrðum, almennum og sér- 267
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.