Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Qupperneq 57

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Qupperneq 57
mannahafnarháskóla. Fundurinn var haldinn í samvinnu við lagadeild Há- skóia íslands. 11. 8. október 1986. „New Developments in Bankruptcy Law in Israei, U.S.A. and England." Fyrirlesari var Dr. Shlomo Levin, hæstaréttardómari í ísrael. 12. 16. október 1986. „Nye stromninger i debatten om ansvaret for person- skader, særlig med henblik pá debatten i Norge.“ Framsögumaður var dr. juris Peter Lodrup, prófessor við lagadeild Oslóarháskóla. Af þessum 12 fræðafundum voru þrír hádegisfundir. Aðalfundurinn var haldinn i ráðstefnusal Hótels Loftleiða. Tveir hádegisfundanna voru á veit- ingahúsinu Gauki á Stöng, en einn á veitingahúsinu Litlu-Brekku. Aðrir fræða- fundir voru haldnir í Lögbergi. Fundarsókn var að jafnaði góð. Bókaðir fund- armenn voru alls 458, eða að meðaltali 38 á hverjum fundi. Málþing félagsins árið 1986 var haldið hinn 27. september í samkomuhúsinu Festi í Grindavlk. Var þar fjallað um vanefndir í fasteignakaupum. Þeir Frið- geir Björnsson, borgardómari og Sigurður Helgi Guðjónsson, hrl. unnu mikið starf með stjórn félagsins við fræðilegan undirbúning málþingsins. Eru þeim færðar þakkir fyrir. Eftirtaldir framsögumenn fluttu fyrirlestra um neðangreind efni: Dr. jur. Gaukur Jörundsson, prófessor: „Meginreglur um fasteignakaup," Ragnar Aðalsteinsson, hrl. og Viðar Már Matthíasson, hdl.: „Almennt um van- efndir og vanefndaúrræði,“ Friðgeir Björnsson, borgardómari: „Skoðunar- og upplýsingaskylda," Hrafn Bragason, borgardómari: „Gallar,“ Sigurður Helgi Guðjónsson, hrl.: „Riftun,“ og Brynjólfur Kjartansson, hrl.: „Uppgjör efndabóta við riftun." Vegna fjölda framsögumanna og þess, hve sumir fyrir- lestranna voru langir, gafst lítill tími til almennra umræðna, en framsögu- menn svöruðu ýmsum fyrirspurnum. Málþingið hófst um kl. 10 árdegis og stóð til kl. 17. Matarhlé var um hádegið og kaffihlé síðdegis. Eftir kl. 17 var borinn fram síðdegisdrykkur. Þátttakendum á málþingum félagsins hefur fjölgað mjög allra síðustu árin. Á þessu þingi voru 174 lögfræðingar og er þingið sennilega fjölmennasta samkoma íslenskra lögfræðinga til þessa. Stjórnarfundir á árinu voru sjö. Auk þess var mikið starf unnið utan funda, m.a. af nefnd, sem undirbjó málþingið. Á þessu ári lét Hilmar Norðfjörð af starfi afgreiðslumanns Tímarits lög- fræðinga. Starfinu gegndi hann frá því að tímaritið kom fyrst út á árinu 1951. Eru honum þökkuð störf hans. Tekinn er til starfa nýr afgreiðslumaður, Gunnar Valvesson, en hann aðstoðaði áður Hilmar Norðfjörð. Gerði stjórn félagsins hinn 12. febrúar 1986 samning við Gunnar um að annast afgreiðslu ritsins. Mun hann dreifa tímaritinu til fastra áskrifenda, annast lausasölu, innheimtu og vörslu upplags ritsins. Ennfremur mun Gunnar Valvesson safna auglýs- ingum og annast allar fjárreiður ritsins. Afgreiðsla tímaritsins er heima hjá Gunnari að Fiskakvísl 34, 110 Reykjavík. Sími hans er 671591. Á undanförnum árum hefur fjárhagur Tímarits lögfræðinga verið erfiður. Er aðalástæða þess vanskil margra áskrifenda. Hafa stjórnin og hinn nýi af- greiðslumaður gert gangskör að því að endurreisa fjárhag tímaritsins. Verð- ur það ekki gert, nema áskrifendur greiði áskriftargjöld fljótt og vel. Jafnframt verður þorri ógreiddra áskriftargjalda frá fyrri árum að innheimtast. Væntir stjórnin góðra undirtekta félagsmanna og bendir á, að áskriftargjaldi er I hóf stillt. Rekstur tímaritsins mun aldrei hafa skilað neinum ágóða til félagsins og 271
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.