Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Síða 65

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Síða 65
Fyrirlestrar: Bókmenntafélagið sem vettvangur sjálfstæðisbaráttu 19. aldar. Fluttur að Hranfseyri við Arnarfjörð 17. júní 1985. — Almannaréttur. Fluttur 2. júlí 1985 á 24. Norræna laganemamótinu að Laugarvatni 2.-7. júlí 1985. — Forvaltningspráket. Fluttur 16. ágúst 1985 á 21. þingi Norræna stjórnsýslu- sambandsins í Stokkhólmi 14.-17. ágúst 1985. — Málfar og stjórnarfar. Flutt- ur í Ríkisútvarpið 9. febrúar 1986. Rannsóknir: Hefur einkum unnið að undirbúningi fjórða bindis Sögu íslands og framtíð stjórnskipunar á vegum Framtíðarkönnunar-Ísland næsta aldar- fjórðung. Stefán Már Stefánsson: Ritstörf: Hlutafélög, réttarreglur. Reykjavfk 1985, 328 bls. — Hlutafélög. Endurskoðuð og að mestu frumsamin 50. gr. B V. Þáttar ritsins Lög og réttur eftir Ólaf Jóhannesson, 4. útgáfa. Reykjavík 1985, bls. 303-310. — Dómgæsla og réttarfar. Endurskoðaður og að nokkru frumsaminn VII. þáttur ritsins Lög og réttur eftir Ólaf Jóhannesson, 4. útgáfa. Reykjavik 1985, bls. 328-401 (ásamt Pétri Kr. Hafstein og Sigurði Líndal). Fyrirlestrar: Um gerðardóma. Fyrirlestrar fluttir á námskeiði Lögmannafélags íslands um gerðardóma 25. og 28. febrúar, 4. og 7. mars 1985. Framhaldsvinnsla Lagasafns. Á tímabilinu var texti Lagasafns fluttur úr tölvum Verk- og kerfisfræðistof- unnar hf. í tölvu Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar. Undirbúningur var hafinn að því að fella breytingar og nýmæli í lögunum inn f textann og hafa nokkrir fyrirferðarmiklir lagabálkar þegar verið skráðir. Gísli Gíslason laganemi var fenginn til umsjónar, en vegna anna hans reyndist nauðsynlegt að ráða annan til starfsins, en sá maður hefur enn ekki fengist. Við athugun á tölvuskráða textanum kom í Ijós að ekki virtust allar leiðréttingar sem gerðar voru í Prentsmiðjunni Odda hf. hafa skilað sér í þann texta sem VKS afhenti SKÝRR, en það mál er þó ekki fullkannað. Ef sú er raunin kann að verða nauðsynlegt að lesa allan tölvutextann saman við hina prentuðu útgáfu. Þá hefur verið lögð mikil vinna í að finna hentugt leitarkerfi og eru nú bundnar miklar vonir við þýskt kerfi sem verið er að gera tilraunir með og vænta má að kynnt verði lagastofnunarmönnum áður en langt líður. Með bréfi Lagastofnunar, dags. 14. nóvember 1985, var farið fram á að gerð yrði kostnaðaráætlun um línutengingu milli Lögbergs og SKÝRR og var þeim óskum svarað með bréfi SKÝRR 13. desember 1985. Fé er hins vegar ekki fyrir hendi í Háskólanum, en samkomulag hefur orðið með forstöðumanni og SKÝRR að hinn siðarnefndi kosti slíka tengingu til bráðabirgða i trausti þess að fé verði veitt á næstu fjárlögum til þessara framkvæmda. Með bréfi dómsmálaráðherra 14. janúar 1986 voru Jón Thors, Ólafur W. Stefánsson og Sigurður Líndal skipaðir í ritnefnd Lagasafns er hafi það hlut- verk að hafa umsjón með gerð þess og að sjá um útgáfu slíks safns, hvort heldur er á prenti eða í öðrum miðli. Skipunartími nefndarinnar nær til árs- loka 1988. Sigurður Líndal forstöðumaður 279

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.