Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Side 68

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Side 68
ALÞJÓÐASAMBAND DÓMARA. Dómarafélag íslands gerðist aðili að Alþjóðasambandi dómara árið 1981, þ.e. frá 1982 að telja. Tæpast eru þó tök á því að senda fulltrúa á alla aðal- fundi sambandsins vegna erfiðs fjárhags, nema fjárstuðningur fáist frá hinu opinbera. Árið 1984 veitti ríkisstjórnin styrk til þátttöku í aðalfundi alþjóða- sambandsins, sem haldinn var í Lichtenstein. Fór þáverandi formaður fé- lagsins, dr. Ármann Snævarr, á fundinn og að beiðni stjórnarmanna aftur á aðalfund sambandsins í sumar 1985, en hann var þá haldinn í Osló. Þar var aðallega rætt um réttarreglur er varða óvígða sambúð. SKOTLANDSFERÐ DÓMARA. Dómarafélag íslands hefur haft þann hátt á endurmenntunarmálum að auk fræðafunda og ráðstefnuhalds innanlands hefur félagið gengist fyrir náms- og kynnisferðum til nálægra landa, sem hér segir: 1977 til Noregs, þátttakendur 35 dómarar. 1979 til Bandaríkjanna, þátttakendur 8 dómarar. 1981 til Danmerkur og Suður-Svíþjóðar, þátttakendur 17 dómarar. 1985 til Skotlands, þátttakendur 14 dómarar. Ferðin til Skotlands var farin dagana 22. september til 4. október 1985. Skoska dómarasambandið annaðist skipulagningu heimsóknarinnar. Svo vel vildi til að einn stjórnarmanna i félaginu, Sheriff Nigel Thomson, er kvæntur ræðismanni íslands í Edinborg, Snjólaugu Sigursteinsdóttur Magnússonar, er lengi var verslunarfulltrúi Sambands íslenskra samvinnufélaga í Edinborg. Fól stjórn skoska dómarasambandsins honum að skipuleggja móttöku ís- lensku gestanna. Lagði hann mikla áherslu á að hinir fslensku gestir fengju sem best færi á að kynnast skosku réttarfari og starfsemi skoskra dómstóla á þeim stutta tíma er dvölin stóð. Fyrstu tvo starfsdagana kynntu gestirnir sér störf Edinbourgh Sheriff Court (borgardóms eða landsréttar). Fyrri daginn hlýddu gestirnir á fyrirlestur um skoska dómskerfið og störf dómstólsins og fylgdust síðan með þinghöldum eftir eigin vali. Síðari daginn naut hver gestur leiðsagnar tiltekins dómara, fylgdist með þinghaldi hjá hon- um og átti við hann viðræður um hans daglegu störf, lög og rétt og önnur sameiginleg hugðarefni. Þá var farið í heimsókn til Glasgow Sheriff Court og fengu gestirnir tæki- færi til þess að kynna sér störfin þar með svipuðum hætti. Einum degi var varið í „dómsmálaráðuneytinu" skoska, Crown Office, og lauk þeirri heim- sókn að sjálfsögðu með persónulegri móttöku Lord Advocate, Lord Cameron of Lochbroom, ,,dómsmálaráðherra“ Skotlands. Þar mættu auk ráðuneytis- manna og íslensku gestanna um 30 skoskir dómarar. Fleiri góðar veislur voru íslensku gestunum gjörðar. Ræðismaðurinn Snjó- laug og Sheriff Nigel Thomson höfðu boð inni fyrsta kvöld heimsóknarinnar. Eitt kvöld var gestunum boðið til einstakra dómara á einkaheimili þeirra, þannig að tvennum íslenskum hjónum var boðið saman á hvern stað, og hús- ráðendur höfðu þá gjarna boðið einum eða tvennum skoskum dómarahjón- um líka. Voru móttökur í öllum tilvikum elskulegar og höfðinglegar og munu seint gleymast. öðrum degi ferðarinnar, sem var sunnudagur, var varið til hópferðar til 282

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.