Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Blaðsíða 14
semd um stöðu mála. Var skjalinu síðan þinglýst með svofelldri at- hugasemd: „Hinn 10/8 1987 var þinglýst kaupsamningi um íbúðina við Karl Jónsson dags. 10/4 87, Litra A 18767/87. Karl hefur ekki áritað samþykki sitt á veðbréfið og af hans hálfu hefur verið farið fram á að því verði vísað frá þinglýsingu, en því er þinglýst með hliðsjón af 25. gr. laga nr. 39/1978.“ Svo sem fyrr segir, kærði kaupandinn framangreinda þinglýsingu til Hæstaréttar. 1 dómi Hæstaréttar er fyrst vikið að því, frá hvaða tíma telja beri, að þinglýsing kaupsamningsins hafi gildi, þ.e. frá mót- tökudegi skjalsins til þinglýsingar, sem var 10. ágúst 1987. Því næst segir í dóminum: „Með kaupsamningnum varð sóknaraðili eigandi eignarhlutans að Rangárseli 8, Reykjavík og hafði því þinglýsta eignarheimild að honum þegar veðskuldabréf varnaraðila var móttekið til þing- lýsingar 14. október s.á. Af þessu leiðir að veðskuldabréfið varð eigi fært í þinglýsingabók, sbr. 1. mgr. 24. gr. þinglýsingalaga, enda skortir varnaraðila skriflegt samþykki sóknaraðila fyrir veð- setningunni. Ber því að afmá þinglýsingu veðskuldabréfsins sem fram fór 18. október 1988 og vísa því frá þinglýsingu.“ Svo sem síðar verður vikið að, verða af niðurstöðu dóms þessa dregnar tvenns konar ályktanir. Annars vegar verður af honum dregin sú álykt- un, að eftir þinglýsingu kaupsamnings í fasteignakaupum er það kaup- andinn en ekki seljandinn, sem hefur þinglýsta eignarheimild að eign- inni í skilningi 1. mgr. 25. gr. þl. Hins vegar sú ályktun, að gegn and- mælum kaupanda verður ekki þinglýst á eign með athugasemd samn- ingsbundnum réttindum, sem frá seljanda stafa. III. SÖGULEG ÞRÖUN. Lengi tíðkaðist að skipta fjármunarétti í tvo hluta, kröfurétt, sem fjallaði um kröfuréttindi og hlutarétt, sem fengist við hlutaréttindi. Þessi aðgreining var lögð til grundvallar í norrænni og þýskri lög- fræði frá því snemma á 19. öld, og er hún komin frá rómverskum rétti. Flokkunin byggði á því, að verulegur munur væri á þessum tvennum réttindum. Hlutaréttindin voru talin veita rétthafanum bein umráð hlutar og njóta mjög ríkrar réttarverndar, sem m.a. lýsti sér í því, að þau væru varin gegn hverjum sem er. Kröfuréttindin voru hins 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.