Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Blaðsíða 42
kaupsamnings.81) Svo sem sakarefni málsins var háttað, lætur dómur- inn því eðlilega ósvarað, hvernig háttað er ráðstöfunarheimildum kaup- andans í einstökum greinum. Meðan afsal hefur ekki verið gefið út, er réttur kaupandans yfir eigninni skilyrtur, þ.e. háður skilyrðum um uppgjör og greiðslu kaup- verðs. Þótt kaupandinn hafi hina þinglýstu heimild og skjöl frá hon- um séu af þeirri ástæðu tæk til þinglýsingar, getur hann ekki ráð- stafað eigninni sem slíkri án þess að taka tillit til réttinda seljand- ans.82) Getur slík ráðstöfun varðað við 2. tl. 1. mgr. 250. gr. alm. hgl. sem skilasvik. Ráðstöfunum kaupanda yfir eigninni verður ekki þinglýst, nema kaupandinn greini skilyrðið, sbr. þó niðurlags- ákvæði 3. mgr. 7. gr. þl., þar sem gert er ráð fyrir þinglýsingu með athugasemd.83) Sjá kafla VI.6 hér að framan. Kaupandi getur því ekki afsalað eigninni til þriðja manns án samþykkis seljanda. Óskil- yrtri veðsetningu kaupandans á eigninni, þ.e. veðsetningu eignar-inn- ar, sem ætlað er að hafa gildi, jafnvel þótt seljandinn rifti kaupin og taki eignina til baka, verður ekki heldur þinglýst án samþykkis selj- andans.84) Kaupandinn getur á hinn bóginn framselt hin skilyrtu réttindi, sem hann á yfir eign samkvæmt kaupsamningnum, með sama hætti og seljandi. Hann getur framselt réttindin í heild eða að hluta, og hann getur veðsett þau. Þarf væntanlega ekki samþykki seljandans fyrtr þinglýsingu slíkra ráðstafana kaupanda á réttindunum. Þegar kaup- samningshafi (Kl) framselur rétt sinn til þriðja aðila (K2), er fram- kvæmd mála þó yfirleitt með þeim hætti, að gerður er nýr kaup- samningur milli K1 og K2 um eignina, og hafa þinglýsingardómarar jafnan krafist skriflegs samþykkis hins upphaflega seljanda, en synj- að um þinglýsingu ella. Við þinglýsingarframkvæmdina skiptir vitan- lega miklu, hvernig tekið er til orða í skjölum þeim, sem leitað er þing- 81) í dóminum sagði m.a.: „Mcð kaupsamningnum varð sóknaraðili eigandi eignarhlutans að Rangárseli 8, Reykjavík og hafði því þinglýsta eignarheimild að honum ... ", 82) Sjá Elmer og Sliovby, bls. 72; Lene Pagter Kristensen, bls. 102; W. E. von Eyben, bls. 271; Illum, Dansk tingsret, bls. 305—307. 83) Um danskan rétt sjá m.a. Elmer og Skovby, bls. 72 og Lene Pagter Kristensen, bls. 102. Ráðstöfunum kaupanda yfir eign er því aðeins þinglýst, að hann haldi sig innan ráð- stöfunarheimildar sinnar og greini skilyrðið, sbr. síðari málslið 2. mgr. 15. gr. dönsku þinglýsingalaganna. Þar segir, að vísa beri skjali frá þinglýsingu, ef aðili, sem aðeins nýtur skilyrtrar heimildar, greinir ekki skilyrðið: ..Samme regel gælder, hvis en person, der kun har betinget adkomst, udsteder et dokument uden at anfpre beting- elsen ... 84) Um danskan rétt sjá W. E. von Eyben, bls. 271—272 og Illum, Dansk tingsret, bls. 306— 307 og auk þess tilvitnanir í neðanmálsgrein nr. 81. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.