Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Blaðsíða 15
vegar ekki talin heimila rétthafanum bein umráð hlutar, heldur veittu þau honum aðeins rétt til þess að krefja ákveðinn aðila, skuldara, um tiltekna greiðslu, og nytu þau aðeins réttarverndar gagnvart honum.4) Framangreind skipting hafði þær afleiðingar í för með sér, að við eignarafsöl að verðmætum tíðkaðist að greina á milli tveggja gern- inga, kröfuréttargernings og hlutaréttargernings. Kom þessi aðgrein- ing fyrst fram í þýskum rétti á 19. öld og byggði á því viðhorfi róm- versks réttar, að samningurinn einn væri ekki nægur til yfirfærslu eignarréttarins, heldur þyrftu til að koma vörsluskipti að hinu selda.5 6) Var við það miðað í rómverskum rétti, að kaupandi yrði ekki eigandi að hinu selda og öðlaðist ekki lögvernd gagnvart þriðja manni, fyrr en hann hefði tekið hið selda í vörslur sínar. Úr reglu rómversks réttar um vörsluskipti (traditio) var svo dregið, þegar það var talið nægja til vörsluskipta og jafngilda þeim, að seljandi héldi hinu selda áfram í vörslum sínum, en í nafni og fyrir kaupandans hönd (constitutum possessorium).0) Það mun að vísu hafa verið talið í eldri fræðiskoð- unum í norrænum rétti, og þá undir áhrifum frá rómverskum rétti, að eignarréttur gæti færst yfir með ákveðnum skilyrðum, og að með þeim hætti væri unnt að veita seljanda ákveðna réttarvernd gagnvart skuldheimtumönnum kaupanda. Svo virðist þó sem þetta viðhorf hafi ekki náð fótfestu í viðskiptum manna á meðal.7) Eins og áður sagði, byggði kenningin um kröfuréttargerninga og hlutaréttargerninga á því, að til eignaryfirfærslu þyrfti tvo gerninga. Með kröfuréttargerningnum lofaði seljandinn að láta kaupandanum síðar í té eignarrétt að hinu selda, en kaupandinn var þá ekki talinn verða eigandi hins selda við þennan gerning. Kröfuréttargerningurinn vai- ekki talinn skapa eignarrétt, og kaupandi, sem aðeins hafði kröfu- réttargerning, vai’ ekki talinn njóta verndar gagnvart þriðja manni. Til þess að svo mætti vera, þurfti nýjan gerning, hlutaréttargerning- 4) Ólafur Lárusson, áður tilvitnað rit á bls. 5 og Gaukur Jörundsson, Eignarréttur I, fjölrit, 1978—1980, bls. 9. Sjá einnig Knud Illum, Dansk tingsret, 3. útg. 1976, bls. 1. Aðgrein- ing rómversks réttar var fyrst og fremst réttarfarsleg. Greint var annars vegar á milli actiones in rem og actiones in personam. Actiones in rem veittu aðila (kæranda) lög- vernd gegn hverjum sem var, og varð þeim þar af leiðandi beint að sérhverjum þeim, sem raskað hafði tilteknum rétti. Actiones in personam veittu kæranda hins vegar ein- ungis lögvernd gagnvart tilteknum aðila, sem vegna ákveðinna atvika hafði bakað sér ábyrgð eða skyldu gagnvart kæranda. Varð actio in personam því einvörðungu beint að aðila þessum. 5) Ólafur Lárusson, bls. 194—195. 6) Ólafur Lárusson, bls. 195 og 212. Sjá einnig Gauk Jörundsson, Eignarréttur II, bls. 190-191. 7) Sjá Illum, Dansk tingsret, bls. 162. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.