Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Blaðsíða 54

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Blaðsíða 54
stjórnarskrána og lög landsins. Það er ljóst að forstöðumaður dómaraembættis fer með víðtækt stjórnunarvald innan síns dómstóls og getur sem slíkur sett dómurum ýmis skilyrði við þá stjórnun. Dómari er almennt bundinn við að dæma þau mál sem hann fær út- hlutað, nema hann víki sæti. Forstöðumaður dómaraembættis ræður hversu mörgum málum hann úthlutar dómara og getur dómari ekki neitað að taka við úthlutun á þeirri forsendu að hann sé störfum hlað- inn. Dómari verður hins vegar ekki skyldaður til að taka þau mál, er hann fær úthlutað, fyrir í þeirri röð er hann fékk þau í hendur heldur ræður hann því sjálfur nema lög kunni að mæla á annan veg, t.d. lög um forgang mála er varða kynferðisbrot. Forstöðumaður dómaraembættis ber síðan á því embættislega ábyrgð að dómari ljúki þeim málum er honum hafa verið fengin í hendur. Leiðir þetta af almennu eftirlitshlutverki hans. I krafti eftirlitsskyldu sinnar getur hann krafið dómara um skýrslur um stöðu mála og skýr- ingar á drætti einstakra mála. Er dómara skylt að gefa um þessi atriði skýrslu. Dómsmálaráðuneytið getur sem æðra sett stjórnvald krafið forstöðumann sömu gagna. Það verður að telja það embættisskyldu forstöðumanns að dreifa málum jafnt til allra dómara er við embættið starfa. Með vísan til 61. gr. stjórnarskrárinnar verður dómari ekki útilokaður frá dómsstörfum með því að hann sé sniðgenginn við úthlutun mála. Ekki verður annað séð en að 30. gr. laga nr. 38/1954, þar sem fjall- að er um starfshætti, gildi um dómara sem aðra opinbera starfsmenn, að því undanskildu að 3. mgr. yrði að skýra út frá því að forstöðu- maður getur ekki vikið dómara frá um stundarsakir. Dómarar hafa haldið því á lofti að þeir væru ekki bundnir af viðveruskyldu á vinnu- stað nema að nokkru leyti. Um þetta má segja að vinnustaðir dóm- ara eru misjafnlega vel búnir. Þannig eru bókasöfn sumra dómstóla vel búin en annarra ekki. Á sumum dómaraembættum er gott næði, en á öðrum ríkir stöðugt ónæði. Framhjá því verður ekki horft að dómsstörf eru vandasöm og að dómari á kröfu til næðis við þau störf. Það má því færa að því rök að dómarar þurfi í einhverjum tilvikum að vinna við dómasamningu utan vinnustaðar. Það hlýtur hins vegar að fara eftir aðstæðum á hverjum stað og samkomulagi við forstöðu- mann dómaraembættis hvernig þessu er háttað og hvar dómari skilar sínum vinnutíma. Dómari verður hins vegar að öðru leyti að skila lágmarksvinnutíma. Þá verður dómari að mæta til fundar við forstöðumann þegar þess er 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.