Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Blaðsíða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Blaðsíða 28
um fengið þinglýst á eign án samþykkis seljanda, ef frá eru taldar ráðstafanir kaupanda á þeim rétti, sem kaupsamningurinn veitir hon- um. Ráðstöfunarréttur seljanda takmarkast þó af þinglýsingu kaup- samningsins, og afsali seljandinn eigninni til annars en kaupsamnings- hafa, verður afsalinu þinglýst með athugasemd um kaupsamninginn, og afsalshafinn verður að virða rétt kaupsamningshafans. Gilda hlið- stæðar reglur um veðsetningar af hálfu seljanda.45) Skjal, sem ætlað er að veita eignarheimild, má í sjálfu sér vera skil- yrt, en framsalshafinn öðlast hins vegar ekki fullkomna heimild fyrr en sannað er, að skilyrðinu hafi verið fullnægt. Meðan svo er ekki, er það útgefandinn (framseljandinn), sem áfram telst heimildarmaður. Munur afsals, sem háð er skilyrðum um greiðslu kaupverðs, og venju- legs kaupsamnings er talinn sá, að í fyrra tilvikinu öðlast kaupandinn fullkomna þinglýsta heimild með því að þinglýsa kvittun fyrir því, að eftirstöðvarnar séu greiddar. 1 síðara tilvikinu þarf kaupandinn til viðbótar kaupsamningi að fá afsal frá seljanda.40) Afsal (skjote) er talið veita óskilyrta eignarheimild, þótt í því sé að finna ákvæði þess efnis, að kaupverð „muni verða“ greitt á tiltekinn hátt. Hið sama er talið gilda, þótt kaupanda sé veittur frestur með greiðslu kaupverðs, en það komi þá í hlut seinni eigenda að greiða kaupverðið.47) 4. Islenskur réttur. Svo sem áður segir, á 1. mgr. 24. gr. íslensku þl. sér fyrirmynd í 1. mgr. 13. gr. norsku þinglýsingalaganna, og 1. mgr. 25. gr. íslensku þl. fylgir fyrirmynd 1. mgr. 14. gr. norsku laganna. 1 íslensku lögin skortir á hinn bóginn sambærilega reglu og þá, sem fram kemur í 2. mgr. 14. gr. norsku þinglýsingalaganna, þ e.as. reglu þess efnis, að skjal veiti því aðeins þinglýsta eignarheimild, að það gefi til kynna óskilyrta yfirfærslu eignarréttar, eða þinglýst sé sönnun þess efnis, að skilyrði því, sem yfirfærslan er háð, hafi verið fullnægt. Islensku þinglýsingalögin hafa hins vegar í 21. gr. að geyma sam- bærilega reglu og þá, sem fram kemur í 5. mgr. 10. gr. dönsku þing- lýsingalaganna, þ.e. að afsali verður þinglýst sem eignarheimild, ef það er ekki háð öðrum skilyrðum en uppgjöri og greiðslu kaupverðs innan tilskilins frests. Er þess getið í athugasemdum við 21. gr. þl., að nauðsynlegt sé að skapa hreinar línur í þessum efnum. Þótt ekki 45) Sjá Ole F. Harbek og Erik Solem, Tinglysingsloven med kommentarer. 8. útg. 1981, bls. 94-95,155-157 og 178. 46) Harbek og Solein, bls. 94—95. 47) Harbek og Solem, bls. 138. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.