Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Blaðsíða 45
og öðrum rétthöfum meira öryggi en lausafjárreglurnar geri. Svipuð sjónarmið eru lögð til grundvallar í dönskum rétti.90) Fjárnám í rétti þinglýsts kaupsamningshafa stendur ekki í vegi fyrir athugasemdalausri þinglýsingu eftirstöðvaskuldabréfs til selj- anda, þar sem fjárnámið nær aðeins til hins skilyrta réttar kaupand- ans og lýtur sömu örlögum og hann.91) Réttur seljanda samkvæmt eftirstöðvabréfinu gengur samkvæmt því framar rétti fjárnámshafa, þótt eftirstöðvabréfinu sé síðar þinglýst en fjárnáminu, þar sem réttur seljandans á rót sína að rekja til hins þinglýsta kaupsamnings. Leiðir þetta af niðurlagsákvæði 1. mgr. 15. gr. þl., þar sem fram kemur, að afhendi eigandi öðrum manni eign sína og áskilji sér jafnframt rétt- indi yfir eigninni, svo sem veðrétt eða forkaupsrétt, gangi sá réttur fyrir réttindum, sem yngri eigandinn kann að stofna til handa öðrum mönnum, ef heimildarskjal yngra eigandans ber með sér áskilnaðinn um rétt eldra eigandans og skjalið, sem gefur þetta til kynna, er af- hent í síðasta lagi samtímis skjali því, sem heitir viðsemjanda yngi’a eigandans réttindum.92) Sömu rök leiða og til þess, að fjárnámi í rétti kaupanda verður samkvæmt 1. mgr. 38. gr. eða 39. gr. þl. aflýst, ef selj- andinn tekur eignina til sín vegna vanefnda kaupanda á skyldum hans samkvæmt kaupsamningnum.93) Við úthlutun uppboðsandvirðis fasteigna reynir oft á réttarstöðu kaupanda og seljanda, þegar svo hagar til, að kaupsamningur hefur verið gerður, en afsal hefur ekki verið gefið út. Taka má það sem dæmi, að í kaupsamningi eru tíðkanleg ákvæði þess efnis, að kaupandinn 1) greiði hluta kaupverðs í peningum við undirskrift samnings og á fyrsta ári frá kaupsamningsgerð, 2) yfirtaki áhvílandi veðskuldir, sem til hefur verið stofnað af hálfu seljanda eða fyrri eigenda, og 3) gefi síðan út skuldabréf til seljandans tryggt með veði í eigninni gegn af- hendingu afsals. Ef fyrri veðhafar koma af stað uppboðssölu eignarinnar, rís sú spurn- ing, hvar skipa beri rétti seljandans við úthlutun uppboðsandvirðis. Fræðimenn hafa bent á, að útborgun samkvæmt kaupsamningi sé að sönnu ekki veðréttur (veðtryggð krafa). Þó hafi verið talið, að réttar- staða slíkrar kröfu sé með þeim hætti, að um hana eigi að beita sömu 90) Þessu til grundvallar liggur ra.a. það sjónarraið, að jafnvel þótt litið sé svo á, að það séu réttindi kaupandans, sem séu andlag aðfarar og uppboðs, er það eigi að síður andvirði eignarinnar sem slíkrar, sem varið er til fullnustu krafnanna. Sjá nánar lllum, Dansk tingsret, bls. 303—304. Sjá einnig W. E. von Eyben, bls. 274. 91) Sjá W. E. von Eyben, bls. 274 og Ufr. 1969. 486. 92) Alþingistíðindi 1977, A-deild, bls. 1394. Harbek og Solem, bls. 177. 93) W. E. von Eyben, bls. 274. Sjá Ufr. 1971. 244. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.