Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Page 47

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Page 47
úrskurðaraðili teljist gerðardómur. Svo er t.d. í 11. gr. laga 76/1982 um lyfjadreifingu en ákvæðið kveður m.a. á um það að viðtakandi lyfsala og fráfarandi lyfsala geti verið skylt við aðilaskipti að hlíta gerðardómsúrlausn um ágreining sem rísa kann á milli þeirra um kaup vörubirgða lyfjabúðar eða húseignar þeirrar sem lyfjabúð er í. Þá má hér og nefna 19. gr. laga 18/1976 um bótaábyrgðarfélög en samkvæmt greininni úrskurðar gerðardómur um tiltekin ágreiningsefni milli félags og skipseiganda, milli félaga sem endurtryggja hjá Samábyrgðinni og milli félaganna og Samábyrgðarinnar. Loks má hér nefna 7. gr. laga 11/1928 um varnir gegn því, að gin- og klaufaveiki og aðrir alidýrasjúk- dómar berist til landsins, sbr. nánar hrd. 1970 908. Gerðardómslögin gilda ekki um þessa úrskurðaraðila heldur viðkomandi heimildarlög. Þess ber þó að gæta að oft hafa heimildarlög fábrotnar reglur að geyma um skipan gerðarmanna, málsmeðferð og önnur atriði. Því má vera að unnt sé að beita ýmsum meginsjónarmiðum gerðardómslaganna eftir því sem við á. Lögbundnir gerðardómar eru að jafnaði úrskurðaraðilar á sviði stjórnsýslu. Þeir lúta því fyrst og fremst þeim reglum sem þar gilda. Þetta getur a.m.k. stundum leitt til þess að aðrar reglur verði taldar gilda um þá, heldur en um samningsbundna gerðardóma m.a. þegar reynir á ógildingu þeirra. T.d. má vera að þessir úrskurðaraðilar hafi ekki jafn mikið svigrúm til þess að túlka og beita lögum eins og þegar um samningsbundna gerðardóma er að ræða (sjá nánar m.a. hrd. 1943 188 og hrd. 1952 596). Sömu sjónarmið kunna einnig að gilda um þá aðferð sem beitt er við málsmeðferð. 2.5. Aðrir úrskurðaraðilar Lög 53/1989 eiga því aðeins við að réttarágreiningur sé með aðilum. Dómsvald gerðardóma er því háð sömu takmörkunum og dómsvald dómstóla að þessu leyti. Þetta er eðlilegt þegar til þess er litið að gerðardómar eru aðfararhæfir eins og dómar og úrskurðir hinna almennu dómstóla. Sumir úrskurðaraðilar fjalla ekki um réttarágreining heldur um ýmiss konar matsatriði eða ákvarðanatöku þar sem ekki reynir á túlkun og gildi réttarreglna. .Þessir aðilar eru engu að síður stundum í daglegu tali nefndir gerðardómar. Þannig er stundum talað um gerðardóma þó að deiluefnið sé aðeins það hvort aðilar eigi að fá meira eða minna kaup í tiltekinni kjaradeilu. Það leiðir ennfremur af 1. gr. gerðardómslaganna að gert er ráð fyrir því að aðilar feli tilteknum úrskurðaraðila að skera endanlega úr deiluefni. Þess vegna teldist það ekki gerðarmeðferð ef A og B fælu C að láta uppi sérfræðilega skoðun á tilteknu atriði sem ágreiningur væri um ef þeir ætluðu ekki að vera bundnir við slíka skoðun. Gerðardómslögin taka ekki til slíkra úrskurðaraðila. Þó má vera að ýmsum meginsjónarmiðum laganna megi beita um þá, t.d. 41

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.